Eimreiðin - 01.04.1941, Qupperneq 80
192
VIÐREISN NÝFUNDNALANDS
eimreiðin
og eim betra eí' báðir aðilar eru í rauninni sömu þjóðar: litla
þjóðin afkomandi hinnar og blóð af hennar blóði. En Nfland
var of harðbalalegt og veðráttan of hryssingsleg til þess, að
Englendingar vildu halda áfram að nema það. Þeir voru orðnir
vandfýsnir, höfðu fengið margar frjósamari eyjar og lönd
víðs vegar úti um heim. Nfland lokkaði þá ekki til búsetu
framar. En engin nýlenda blessast, þar sem fólkið flýr burt í
harðærum og ekki streymir nýtt að frá fósturjörðinni. Nýir
landnemar þurfa stöðugt að koma og straumurinn að vera si-
kvikur eins og lækur með rennandi blóði frá móður til fósturs.
Og nýbyggjar þurfa að deila kjörum við landsins börn, efla
atvinnuvegina og finna nýja, en láta ekki erlenda auðmenn
og auðfélög hafa selstöðu eina og koma og rýja sig og fara
svo burt jafnóðum með feitan feng. En svona urðu þvi miður
afskipti Englendinga, þegar fram í sótti. Þeir bjuggu 6 daga
siglingu í burtu og urðu erlend þjóð eins og hinar. Þeir náðu
eignarhaldi á námum og skógum, verzlun og siglingu og létu
Nflandsmenn basla við að tína upp mola og streitast við að
veiða fisk. En Englendingar vildu ekki eta fiskinn, leiðin var
of löng, og enginn hafði lyst á úldnum fiski né söltum í Liver-
pool eða London. Nflendingar streittust samt við að fiska,
hver í kapp við annan. Þeir kunnu ekki annað, og Spánverjar
skömmtuðu þeim lítið verð fyrir of mikinn og illa verkaðan
fisk. Sjálfstæðið var aldrei nema draumur og hillingar, og
frelsið var þrældómur — af því að efnalega sjálfstæðið náðist
aldrei.
Rannsóknarnefndin og seinna stjórnarnefndin hafa skilið
vel allan öfugganginn og útlistað hann fyrir enskum almenn-
ingi. Englendingar styrkja nú stjórnarnefndina með virð-
ingarverðum dugnaði til að koma nýjum rekspöl á allt atvinnu-
líf i landinu og láta þjóðina sjálfa verða sem mest aðnjótandi
gæða þess, fá verzlun og siglingar, skógarvinnslu og námu-
gröft í sínar hendur, bæta og efla fiskframleiðsluna, kaupa
skip og vélar. Skólaskylda er innleidd og margir skólar
byggðir, lelög eru stofnuð, fiskifélög, landbúnaðarfélög, pönt-
unarfélög og kaupfélög, samvinnufélög o. f 1., og mikill dugn-
aður er hafinn til þess að rækta land og láta atvinnuleysingja