Eimreiðin - 01.04.1941, Qupperneq 84
196
VIÐREISN NÝFUNDNALANDS
eimreiðin
skammta einum af öðrum þar til ekkert var eftir. Hver kirkn-
anna vænti hjálpar sinna stjórnarmanna til að hreppa hin og
þessi linoss, og varð úr endalaus reipdráttur. Hver flokkur
hugsaði með öðrum orðum aðeins um sinn hag og gaf fjand-
anum allt annað. Svona hafði lengi gengið, og smám saman
komst illt álit. á alla, sem gáfu sig mikið við pólitík eða lifðu
af þingmennsku og þvílíku. Vandaðir athafnamenn hafa þvi
fyrir löngu hætt að bjóða sig til þingmennsku, og óhlutdræg
stjórn hefur lengi ekki þekkzt, enda alls ekki talin æskileg
af mörgum.
Þannig segir nefndin frá — ineð hryggð í rómnum.
Ríkisskuldirnar voru orðnar 101 milljónir dollara, en þur
af hafði rúmur helmingur (52 millj.) safnast saman á síð-
ustu 12 árum, 1920—19112, því á hverju ári var um 2 millj-
dollara tekjuhalli, og ætið var lán tekið í kanadískum bönk-
um, sem því svaraði. Stöðugt hafði fjölgað þeim fjölskyldum>
sem kömust á vonarvöl, svo að fjórði hlutinn af öllu lands-
fólkinu, eða 70000 manns, þáði ríkishjálp og var kominn a
rikið. Því að í Nflandi fara menn á ríkið, en ekki á sveitina,
af þeirri ástæðu, að þar eru engar sveitarstjórnir í landinu og
heldur ekki hæjarstjórnir, nema aðeins i höfuðborginm>
St. Johns.
Ríkishjálpin var veitt í friðu, eins og lengi hafði tíðkazt
þ. e. ákveðnum skammti af hveiti, tei, svinaketi og sirópi, °g
samsvaraði sú hjálp í peningum 5 dollurum og 80 sentiuu
á mann, á mánuði. En, eins og allir skilja, lifa menn ekkJ
á mat einuin, enda var neyðin orðin sár hjá mörgum °S
hörmung að sjá kla>ðleysi fólks og illan aðbúnað alian. Heil'
brigðisástandið var af þessum ástæðum mjög slæmt víða. Her
við bætisl mesta ólag á læknaskipun og heilbrigðismáluiU-
Þegar ástandið fór að versna, fluttu margir læknanna :l*
landi burt. Þeir fengu ekkert fyrir snúð sinn og gátu ekk1
þrifizt. Víða úli um landið var allt að 150—200 kilómeti'a
leið lil næsta læknis, og sú leið oft ófær. Með öðrum orðuiU
ógerningur að ná í læknishjálp í lífsháska, og hjúkrunar-
konur voru fáar eða engar, sjúkrahúsin fá og dreifð og Iéleg>
og allt eftir þessu.
Atvinnuleysisstyrkurinn íor síðustu árin fram úr 1 millj011