Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1941, Page 88

Eimreiðin - 01.04.1941, Page 88
200 VIÐREISN NÝFUNDNALANDS eimreiðiN ins, veiðinnar í vötnum og ám og veiði ýmsra villidýra í óbyggðunum og ekki sízt ræktun landsins og myndun nýbýla inni í landinu. En, líkt og áður, verður þó flestra áhugi bund- inn við eflingu sjávarútvegsins og kappkostað að framleiða sem mesta og vandaðasta vöru. Auk margra endurbóta við þorskveiðarnar er kapp lagt á meiri síldveiðar, og' hin fyrsta sildarverksmiðja hefur þegar verið byg'gð. Ennfremur er í ráði að efla selveiðarnar og taka upp hvalvejðar á ný með meiri krafti en nokkru sinni áður, o. s. frv. Þótt ekki væri önnur gögn fyrir hendi en stjórnarskýrslurnar til að mynda sér skoðun um núverandi stjórn á Nflandi, mundi enginn efast um, að nú er komið allt annað lag á allar stofn- anir og allan atvinnurekstur í Iandinu. Er þar ekki minnst eftirtektarvert um framfarirnar í fiskverkun, því henni var mjög ábótavant áður, og stóð hún langt að baki því, sem nú lengi hafði tíðkazt á íslandi og' í Noregi. Það mátti í sannleika segja svipað um Nflendinga eins og Gr. Th. orti í spaugi uin Sunnlendinga: „Sunnlendingar hafa ekki verkað fiskinn vel né pressað, verið grunaðir enda um hrekki.“ Um nefndina eru góðar heimildir, sem telja hana vel skip- aða. Þar er úrvalsmaður í hverju rúmi, og þeir allir þjálfaðir í stjórnarstörfum á enskum ráðuneytisskrifstofum. Einkum er viðbrugðið óhlutdrægni þeirra í embættisveitingum og þess- háttar ráðstöfunum. Merkur rithöfundur, vel kunnugur þar vestra, hefur látið svo um mælt, að nú fyrst i sögu Nflands sé landinu stjórnað af viti, dugnaði og rcttvísi. Um réttsýni nefnd- arinnar í veitingu embætta og úthlutun styrkveitinga (þar seni mögnuð hlutdrægni réð áður) fórust honuin svo vel orð, að það minnti á lof Bj Th. um Stefán amtmann frænda sinn: „sem röðulgeisli réttlínis færi, sólu frá til fylgihnatta, eins rétt hann þræddi réttindagötu, og hvorki fyrir lof né last leit til hliðar". Máske munu einhverjir draga í vafa, að þessi rithöf- undur sé óvilhallur og' sannorður, en grein hans í „Fortnightlv Review" bar þess öll merki, að maðurinn væri óljúgfróður. Ctflutningsvörur Nflands eru skógarafurðir (trjáviður og pappír), sjávarafurðir og' málmar, en innflutningsvörur hveiti,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.