Eimreiðin - 01.04.1941, Blaðsíða 88
200
VIÐREISN NÝFUNDNALANDS
eimreiðiN
ins, veiðinnar í vötnum og ám og veiði ýmsra villidýra í
óbyggðunum og ekki sízt ræktun landsins og myndun nýbýla
inni í landinu. En, líkt og áður, verður þó flestra áhugi bund-
inn við eflingu sjávarútvegsins og kappkostað að framleiða
sem mesta og vandaðasta vöru. Auk margra endurbóta við
þorskveiðarnar er kapp lagt á meiri síldveiðar, og' hin fyrsta
sildarverksmiðja hefur þegar verið byg'gð. Ennfremur er í ráði
að efla selveiðarnar og taka upp hvalvejðar á ný með meiri
krafti en nokkru sinni áður, o. s. frv.
Þótt ekki væri önnur gögn fyrir hendi en stjórnarskýrslurnar
til að mynda sér skoðun um núverandi stjórn á Nflandi, mundi
enginn efast um, að nú er komið allt annað lag á allar stofn-
anir og allan atvinnurekstur í Iandinu. Er þar ekki minnst
eftirtektarvert um framfarirnar í fiskverkun, því henni var
mjög ábótavant áður, og stóð hún langt að baki því, sem nú
lengi hafði tíðkazt á íslandi og' í Noregi. Það mátti í sannleika
segja svipað um Nflendinga eins og Gr. Th. orti í spaugi uin
Sunnlendinga:
„Sunnlendingar hafa ekki
verkað fiskinn vel né pressað,
verið grunaðir enda um hrekki.“
Um nefndina eru góðar heimildir, sem telja hana vel skip-
aða. Þar er úrvalsmaður í hverju rúmi, og þeir allir þjálfaðir í
stjórnarstörfum á enskum ráðuneytisskrifstofum. Einkum er
viðbrugðið óhlutdrægni þeirra í embættisveitingum og þess-
háttar ráðstöfunum. Merkur rithöfundur, vel kunnugur þar
vestra, hefur látið svo um mælt, að nú fyrst i sögu Nflands sé
landinu stjórnað af viti, dugnaði og rcttvísi. Um réttsýni nefnd-
arinnar í veitingu embætta og úthlutun styrkveitinga (þar seni
mögnuð hlutdrægni réð áður) fórust honuin svo vel orð, að
það minnti á lof Bj Th. um Stefán amtmann frænda sinn:
„sem röðulgeisli réttlínis færi, sólu frá til fylgihnatta, eins rétt
hann þræddi réttindagötu, og hvorki fyrir lof né last leit til
hliðar". Máske munu einhverjir draga í vafa, að þessi rithöf-
undur sé óvilhallur og' sannorður, en grein hans í „Fortnightlv
Review" bar þess öll merki, að maðurinn væri óljúgfróður.
Ctflutningsvörur Nflands eru skógarafurðir (trjáviður og
pappír), sjávarafurðir og' málmar, en innflutningsvörur hveiti,