Eimreiðin - 01.04.1941, Qupperneq 90
202
VIÐREISN NÝFUNDNALANDS
eimreiðin
an á og kom auðvitað hart niður á Nflandi eins og annars-
staðar og flýtti fyrir hruninu þar. Má þá vel vera, að margur,
sem áður var talinn auðugur, hafi snögglega tapað sínu, —
eins þar í landi og víðar.
Síðustu árin áður en Englendingar tóku við (þ. e. 1930—
1932) liafði þáverandi stjórn af ítrasta megni hert á sultaról
þjóðarinnar — ef svo má segja — til að draga úr árlegum
tekjuhalla ríkisins. Aðferðin var sú, eins og áður er sagt, að
hæklca heina og óbeina skatta, draga úr framkvæmdum og
kostnaði til opinberra þarfa, og ekki sízt að lækka laun
starfsmanna ríkisins. Eins og geta má nærri, hlaut þetta að
hafa spillandi áhrif á verzlun landsins. Reynslan varð sú, að
framleiðsla og útflutningur uxu ekki að þvi skapi sem til
var ætlazt, heldur þverl á móti.
Það mátti því ekki húast við, að snögglega skipti um til
batnaðar um verzlunina, þótt Englendingar kæmu til hjálpar.
Vissulega batnaði þó, og nú má segja, að þess sjáist ljós dæmi
á ýmsum sviðum. Heimskreppan gerði þann sama óleik Nf-
landi og öðrum löndum, að verðfall varð á útfluttum vörum,
en ýms innflutningsvara hækkaði.
Framfarir byrjuðu á Nflandi um 20 árum á undan framför-
um íslands. Ríkistekjur og ríkisskuldir uxu að sama skapi fyr
á Nflandi. T. d. voru ríkisskuldir Nflands um 1880 komnar
upp í 9 milljónir dollara, meðan á íslandi var engin skuld
komin við útlönd og ríkissjóður lagði upp fé árlega í viðlaga-
sjóð. Nú eru rikisskuldir Nflands um 100 milljónir dollara.
Ríkisskuldir íslands eru í orði kveðnu taldar aðeins 46 millj.
króna, en kunnugir fullyrða, að skuldir íslands og íslendinga
við útlönd séu komnar fram úr 100 millj. króna. Hinsvegar má
fullyrða, að Nflendingar skuldi ekki öðrum þjóðum framyfir
það, sem sjálft rikið skuldar.
Hér vaknar aftur spurningin: eru ekki auðæfi Nflands miklu
meiri en íslands? — sbr. það, sem á undan hefur verið ritað.
Svo mikið er víst, að Nflendingar hafa ekki enn komizt í
hálfkvisti við íslendinga í hagnýtingu fiskimiða sinna og held-
ur ekki hafa þeir sýnt landinu neinn verulegan sóma livað
jarðrækt snertir, svo að landbúnaður þeirra er á fálmandi hyrj-
unarskeiði.