Eimreiðin - 01.04.1941, Síða 92
201
VIÐREISN NÝFUNDNALANDS
eimreiðin
Vegna styrjaldarinnar var svo erfitt (og dýrt) að ná í bækur
frá Englandi og' Ameríku. En bólcasöfnin dönsku höfðu ekki
betra að bjóða en rit þau, sem eru nefnd hér á eftir. Ég' skrif-
aði riokkrum kunningjum enskum og' spurði nokkra fræði-
menn danska. Árangur var lítill. Flestir höfðu aldrei gefið
Nflandi minnsta gaum. Ég fór til brezka konsúlatsins í Kaup-
mannahöfn. Þar var nóg af enskum skrifstofumönnum. Þeir
tóku mér vinsamlega og voru lijálpfúsir. Mér var vísað frá
einum til annars, en enginn vissi meira en ég sjálfur. Sveinn
sendiherra Björnsson var sá fyrsti, sem liðsinnti mér vel með
því að lána mér skvrslu rannsóknarnefndarinnar (Roijal Com-
mission Report). Hann hafði þaullesið bókina og undirstrikað
allt markvert. Hann varð svo hugfanginn af skruddu þessari,
að hún rændi hann svefni. Það fór eins fyrir mér, og' ég las
hana ofan í kjöl. Ég vona, að fleirum muni finnast eins og mér,
að oss íslendingum sé gagnlegt að vita margt um Nfland.
Síðan Evrópustyrjöldin hófst kann margt að hafa breyzt
um búskaparhagi Nflands. Til hins verra eða betra? Að sjálf-
sögðu hafa margir atvinnuleysingjar verið teknir í her og flota
eins og í fyrra skiptið. Hefur þá létt nokkuð á byrðum ríkis-
sjóðs. Og margt fólk, bæði menn og konur, hafa fengið sitt-
livað nýtt að sýsla í þágu hernaðarins. Það má því telja lík-
legra, að Nflendingar hafi haft eitthvert fjárhagslegt gagn en
beinlínis óg'agn, það sem enn er komið styrjöldinni.1)
Nflandsfiskimiðin eru, eins og þau íslenzku, eilt af mat-
forðabúrum heimsins (þó hvorug séu lengur jafn ósnortin
og stórgjöful og sagt er um þau grænlenzku). ATið vitum hví-
líkum firnum er ausið upp úr sjónum nú á tímum i saman-
burði við það, sem var l'yrir öO árum. Það mun vafalítið mega
gera ráð fyrir, að veiðitæki og aðferðir fullkomnist enn stór-
kostlega á næstu áratugum framundan. (Hve má ekki t. d.
hafa margvísleg not af kafbátum og flugvélum?) Fiskisviðin
1) Hinn 26. mai 1941 tilkvnnir Brezka útvarpið, að Cliurchill forsætis-
ráðherra hafi þann dag flutt ávarp lil Nflandsmanna og pakkað Jieim þann
geisimikla stuðning, sem þeir hafi veitt Bretum með því að leggja til fleiri
sjálfhoðaliða í yfirstandandi ófriði tiltölulega on nokkur önnur sjálfstjórn-
arnýlenda hrezka alríkisins. Ritstj.