Eimreiðin - 01.04.1941, Page 98
210
ÞAÐ ER MAXNLEGT AÐ SKJÁTLAST
EIMREIÐIN
hugsuðu til hjónabandsins. Jafnvel þeir, sem höfðu sótzt eftir
Erlu, brostu að þessu uppátæki, en auðvitað beisklega.
Veturinn leið. Um vorið skildu þau. Og það hneykslaði
heiminn, því að ástir þeirra urðu of stuttar.
Ekki veit ég, hvað þá varð af Erlu, en Sigurður lauk lög-
fræðinámi og hvarf, að því loknu, til Danmerkur til fram-
haldsnáms.
Nú eru liðin tíu ár frá því, að Sigurður skildi við konu sína,
eða hún við hann.
En hann Sigurður hringdi til mín i gær. Hann var kominn
heim, setztur að í höfuðstaðnum sem mikilsmetinn lögfræð-
ingur, og það sem meira var, hann hafði kvongast að nýju
þarna ytra. Unga frúin hét Gunnhildur Jóhannsson. — Hann
hafði nefnilega heitið því eitt sinn 1 vinahópi, og því liátíð-
lega, að giftast ekki aftur, en svona fór þó.
Sigurður drap á margt í símanum í gær og' bað mig meðal
annars blessaðan að koma og rabba við sig, þar eð konan væri
ekki heima, og þess vegna ákjósanlegt að skeggræða. Ef ég
dveldi fram eftir, gæti ég fengið að sjá ungu konuna hans.
Ég var fús til fararinnar, því að ég hafði ekkert við bundið,
og ekki latti það mig, að ég átti, samkvæmt gömlu heiti lög-
fræðingsins, að renna úr einni kampavínsflösku með honum,
ef hann yrði svo vitlaus að kvænast aftur. Hann átti auðvitað
að borga brúsann.
Sigurður tók mér með kostum og kynjum, sem hans var
von og vísa. Það var auðséð, að lífið lék við hann. Ég minn-
ist þess ekki að hafa séð eins sældarlegt og laundrjúgt bros á
andliti nokkurs manns eins og hans, þegar við höfðum hreiðr-
að um okkur í dúnmjúkum hægindastólum með kampavins-
flösku fyrir framan okkur og spengilega vindla milli tann-
anna.
„Ja, af hverju ég sveik loforð mitt,“ sagði Sigurður hlæjandi,
þegar ég ympraði á giftingunni, „það er nú saga að segja
frá því.“
Sigurður hló alltaf að ástæðulausu, fannst mér.
„Nú skaltu hlýða á, og griptu ekki fram í,“ mælti hann,
fleygði vindilsbútnum á öskubakkann og brosti náðuglega.
„Mér leiddist i Höfn og var, líkt og margur landinn þar,