Eimreiðin - 01.04.1941, Síða 112
224
ÓSÝNILEG ÁHRIFAÖFL
EIJIREIÐlS
X vitjaði Voisins Iæknis, hafði
hún verið tekin að þjást af
geðveiki, sjá sýnir og hevra
raddir. Þessar ofsjónir og' of-
heyrnir ágerðust, og þegar
Voisin tók við henni til lækn-
inga, átti hún vanda fyrir að
fá áköf æðisköst, sem stund-
um vöruðu í átta til fjórtáu
daga. Neytti hún þá hvorki
matar né drykkjar, hrækti á
þá, sem hjúkruðu henni, og
reyndi að bíta þá. Franska
lækninum tókst að dáleiða
hana i einu kastinu með því
að halda á henni opnuin aug-
unum með valdi í þrjá klukku-
tíma og láta hana stara á
magnesíum-lampa. Lækninum
tókst síðan að blása henni í
brjóst, að hún skyldi sofa ó-
slitið í sólarhring. Meðan hún
var í þeim svefni, var hægt að
láta hana nærast, en því hafði
hún neitað að hlýða i vöku.
Fvrst framan af var henni að-
eins leyft að vaka 3% klt. á
viku, en eftir því sem henni
batnaði var dásvefninn stvtt-
ur. Eftir fjögra mánaða lækn-
isaðgerð voru öll sjúkdóms-
einkenni horfin og konan orð-
in róleg, umgengnisgóð og hin
ástúðlegasta i allri framkomu.
Eftir fimmtán mánuði var hún
alheil. Engin eftirköst höfðu
komið i ljós og henni ekki
slegið niður aftur, enda fékk
hún þá fararleyfi og var eftir
það aðstoðarstúlka á kunnuni
spitala einum í Frakklandi.
Riddaraforinginn lét í ljós
aðdáun sína á starfi Voisins,
en gat þess jafnframt, að að-
ferð hans hefði verið harla ó-
fullkomin og stjórn hans a
sjúklingnum veik. Hinn göfugi
gestur okkar minnti í þessu
sambandi á 8. kapítula, 28.
vers, í Matteusarguðspjalli.
þar sem standa þessi orð:
„Þegar hann var kominn yfir
um i hvggð Gadarena, komu a
móti honum tveir menn, þjáðir
af illum öndum, er komu út úr
gröfunum, skæðir mjög, svo
að engum var fært að fara
þann veg.“ Þið munið, bætti
gestur okkar við, að Kristur
kastaði þessum illu öndum út
þarna samstundis, svo að báð-
ir mennirnir fóru á brott al-
heilir og læknaðir að fullu.
Ég leyfði mér þá að
spyrja Riddaraforingjann
hvernig hann væri svo
kunnugur Ritningunni eins
og raun bæri vitni, °r
svaraði hann þessu þannig:
Okkur kemur ekkert á óvart,
og við vitum um það, sem gerst
hefur og gerist á þessari litU*
plánetu, sem kölluð er jörð.
Við vissum um komu þína
hingað fyrirfram og ákváðum,
að þá kæmir. Eg spurði þa