Eimreiðin - 01.04.1941, Qupperneq 118
230
RADDIR
eimreiðin
menningarinnar yfirleitt skipt-
ast á timar gróðurs og úrkynj-
unar. Þannig skiptist og á vöxtur
og visnun i riki náttúrunnar. Úr-
kynjun birtist með tvennu móti.
Annað er glötun þeirra eigin-
leika, sem ræktazt höfðu. Þá
verður afturkast lil ójiroskaðs
forms, skefjaleysis og skrils-
háttar. Þetta kenuir fram í jazz-
músik nútímans og ýmsum
skáldskap. En úrkynjun birt-
ist einnig oft í fágaðri veiklun
þeirra ætta, sem langvarandi
innæxlun hefur sogið úr merg-
inn. Þá vantar hvorki ljóðræna
mýkt né tilfinningar, heldur
heilbrigðan lifsþrótt og innra
samræmi.
Islendingasögurnar eru fyrir-
mynd í frásagnarlist. Hvorki
sögupersónurnar né höfundana
skorti neitt á tilfinningahita, en
þeir æptu hann ekki út meðal
almennings í ekkaþrungnum
grátstöfum. Þeir áttu og sína
fágun, en þeir breiddu hana ekki
eins og sykraða og litaða gljá-
kvoðu yfir frásögn sina. Það er
listarskoðun mín, að þessi þjóð-
lega og heilbrigða hófsemi eigi
einnig að vera fyrirmynd
þeirra, sem iðka orðsins list í
bundnu máli. Sömu hófsemi
verður og að gæta i skýringum
á yrkisefninu. Það á að lofa les-
andanum að geta i eyðurnar,
fylla drætti út i myndirnar,
botna lnigsanir, sem brotið er
upp á. Heilsteypt ljóð er hálf-
kveðin vísa.
Þessi listarskoðun keniur
greinilega fram í formála
Strandarinnar, svo að það er
með öllu rangt, að ég telji hnit-
miðun formsins aðalatriðið •
skáldskap. En vitanlega hefur
formið engu að síður mikla
þýðingu fyrir listagildi Ijóðsins.
Það hæfir ekki að bera frani
gullna veig i brotnu og leku keri
né skáldlega hugsun i skothendu
og braghöltu kvæði.
P. V. G. Kolka.
Athugasemd.
Ef hr. Páll Kolka segist ekki
hafa þá listarskoðun, að „einna
mest sé undir hnitmiðun fornis-
ins komið“, þá er skylt að trúa
því, að hann segi það satt, —
en þá verð ég um leið að harnia
það, að honum skyldi mistakast
svo hrapallega, sem raun er a
orðin, að gera það Ijóst, hvaða
Iistarskoðun hann eiginlega haf>-
svo mörgum blaðsíðum seni
hann ver þó til þess i upphafi
„Strandarinnar“. Er leitt til þess
að vita, að hann skyldi stranda
á því skeri. En ef gera skal eitt-
hvað ljóst, þá dugir ekki að slá
alltaf úr og i, og þetta veit hr-
Kolka auðvitað fullvel, þótt hon-
um tækist í þetta sinn svo
óhönduglega að breyta eftir þvi-
Að öðru leyti finnst mér svar
hr. P. V. G. Kolku ekki gefa niér
tilefni i frekari umræður. Vil ég
svo þakka honum vinsamleg uni-
mæli um skáldskap minn.
Jakob Jóh. Snuíri.