Eimreiðin - 01.04.1941, Page 128
RITSJÁ
eimreiðin
210
ingabók og Laudnámu, og 9. bind-
i'ð, ]>ar sem gert er ráð fyrir Ev-
firðingasögum, mun ríkja nokkur
óvissa vegna yfirstandandi sam-
gönguerfiðleika við ]>á staði, ])ar
sem frumliandritanna er að leita,
og af öðrum ástæðum. En 1. bindi
Heimskringlu er í ráði, að út komi
á 700 ára dánarafmæli höfundar-
ins, Snorra Sturlusonar, hinn 23.
september i haust, og er vel að svo
geti orðið.
Þetta síðasta bindi fornritanna,
hið 7. i útkomuröðinni en 10. i
safninu, er að frágangi og niður-
skipan allri svipað og hin i'yrri
bindin, fyrst langur og ýtarlegur
formáli Björns magisters Sigfús-
sonar, 90 l>ls. lesmáls, ])á sögurnar
sjálfar með neðanmálsskýringum
og handrita-, ætta- og nafnaskrár.
Myndir og kort prýða þetta bindi
eins og hin fyrri, svo og haglega
dregnir uppliafsstafir með tákn-
rænum myndum.
, Formáli Björn Sigfússonar er
ritaður af fjöri og innsæi, verður
]>ví lireinn og klár skemmtilestur
fyrir ófrædda menn, þvi fræði-
mennskan her livergi frásögnina
ofurliði nema ])á lielzt í köflunum
um mannfræði og söguþekking,
sem mest fjalla um samanburð á
heimildum. Það er vitaskuld mikill
vandi að rita visindalegan formála
að sögunum þannig, að allir les-
endur hafi ánægju af, hvort sem
eru úr liópi fræðimanna eða al-
])ýðu. En þetta liygg ég höfundin-
um hafi hér tekiJt.
Það geta verið skiptar skoðanir
um það, hversu göfgandi lestur
ýmislegt í fornsögum vorum sé.
Margt er þar hroðafenginna við-
burða, og mörg varmennskan veður
þar uppi, með illum endalj'ktum
þó — oftast. En íslendingasögurn-
ar eru ]>rátt fyrir þetta og þrátt
fyrir talsvert af hreinum skáld-
skap og tilbúningi á víð og dreif,
sú fullkomnasta spegilmynd, sem
nokkur ])jóð i heiminum á af
sjálfri sér eins og hún var og hét
fyrir árþúsundi siðan. Islendinga-
sögurnar eru því mikilvæg hjálp
þjóðinni nú til að skilja sjálfa sig
og örlög sin. Það er ekki nokkur
vafi á þvi, að ýmislegt af þvi, sem
fram hefur komið og er að konia
fram við ])jóðina stórfelldast
á vorum dögum, er i beinni og
óslitinni orsakaröð við stórfelld"
ustu viðburði Islendingasagna —’
og að visu má hér sama um bið
smæsta sen^ bið stærsta segja. En
það eitt, að íslendingasögurnar eru
eða geta verið mikilvæg hjálp til
þeirrar sjálfsþeltkingar og sjálfs'
gagnrýni, sem oss skortir nú ef til
vill meira en nokkuð annað, rr
fullgild ástæða til þess, að forn-
ritaútgáfan er mikilvægt menning'
ar-fyrirtæki og fornritin óinisS'
andi á hverju íslenzku heimili. L"
við þetta hætist svo það, að forn-
ritin eru öflugasti þátturinn í ÞV1
að viðhalda tungunni lireinni o£
fullkomna hana, en undir þvi, að
þetta tvennt takist, er ekki hvað
sízt viðhald íslenzks þjóðernis
komið.
Sv. S.