Eimreiðin - 01.10.1943, Blaðsíða 57
eimreiðin
I rofum.
(Eyðibýlið ísleifsstaðir.)
Sem aldagamalt ljóðmál í línubrotum skráð
hér liggja þessi moldroí' í síðkvöldsins þögn,
er yfir blánar hvelfingin, stjarnablysum stráð,
— í stíl og formi ljóðmálsins ríkja kynjamögn —
en umgerðin er hrímfölvað lyngs og grasa land
í lognsins faðmi sofnað, í haustsins dánarkvrrð,
hjá læk, er strvkur farvegsins þrautsorfna sand
og sækir fram í óvissuna — hafdjúpanna firð.
En — sagnaþættir mannsæfa — þeir sofa ef til vill hér
á svæflum dökkrar moldar, við gráan hleðslustein?
— Um hlóðarstæði langeldanna stjörnubjarmann ber,
sem bregði hugarskini á týnda minnisgrein,
er falin lá í þagnargildi um aldir, daga og ár,
°S yfir sungu veðrabrigði loftsins jafnt og þétt
— sem Iífsnæðingar frysta yfir gömul svöðusár
II n\ síðir — til að gera þar yfirborðið slétt.
Og hér var svörður opnaður og rofin aldarúst. —
^íá, rísa þar ei svipirnir fornu upp á ný!
t*eir stikla mjúkt um göngin og inn í þögla þúst
°g þreifa, hvort að stóin muni enn þá vera hlý.
Með sprak sitt kemur húsfreyja og glæðir nýja glóð —
um glæsta lokka og enni flöktir loganna blik —
aUt fasið er einn vikivaki og voraldarljóð,
°g' vökul eru sporin og mjúkleg handarvik.