Eimreiðin - 01.10.1943, Blaðsíða 40
312
FÁGÆTAR ÍSLENZKAR RÆKUR
eimiíisibin'
fjórum sinnum prentuð hérlendis á því tímabili, 1578, 1580,
1707 og 1709. Um 1600 lét Guðbrandur biskup prenta hina þrjá
Morðbréfabæklinga sina á Hólum, var það árin 1592, 1595 og
1608. Arngrímur lærði lét prenta á Hólum 1612 Anatome
Blefkeniana, varnarrit á latínu gegn óhróðursriti um ísland
eftir Blefkenius nokkurn, Hollending. Þá hefur verið prentuð
hér á þessu tímabili latnesk inálfræði fyrir skólana nokkrum
sinnum, en ekki er fullvíst hversu oft, því að ekki finnst nú
eftir eilt einasta eintak sumra þessara útgáfna, en víst er um
slíka útgáfu 1616 og liklegt, að 1609 hafi ein slík útgáfa komið
út. Grammatika var prentuð í Skálholti 1695, en fyrst komst
skriður um sinn á útgáfur latneskra skólabóka í tíð Jóns
biskups Árnasonar á árunum 1730—40. Fingrarím eða rím-
töl voru prentuð nokkrum sinnum eftir ýmsa höfunda, liið
fyrsta 1597. Á síðari hluta 17. aldar voru gefin út rímtöl
eftir Þórð biskup Þorláksson. Árið 1707 var gefið út rímtal
eftir Jón Árnason Hólaskólarektor, en síðar biskup í Skál-
holti, en árið 1739 kom út í Kaupmannahöfn mjög rækilegt
fingrarim eftir hann, endurprentað 100 árum síðar. Loks
var prentað fingrarím á Beitistöðum árið 1817, eftir Odd
Hjaltalin lækni. 1 Skálholti var fyrsta stafrófskverið með
því nafni prentað árið 1695, en það voru aðeins bok-
stafirnir í nokkrum myndum og fáein atkvæði og síðan
fræðin og hænir. Var útgáfan lagleg, en rækilegt stafrófs-
kver kom ekki fyrr en 90 árum seinna, prentað í Hrappsey-
Stöfunarbarn, eftir Gunnar Pálsson, prófast í Hjarðarholti-
Þá má geta bókaútgáfu Þórðar hiskups í Skálholti, er hann hóf
útgáfu fornrita vorra, Landnámu og íslendingabókar, Ólals
sögu Tryggvasonar, Kristni sögu og Grænlands sögu Arngrims
lærða á íslenzku. Ytri frágangur þessara bóka var að öllu hmn
prýðilegasti eins og liinna annarra hóka, er Þórður hiskup sa
um útgáfu á, þ. e. bóka, sem prentaðar voru í Skálholti nokki u
fyrir 1700. Löngu seinna lét Björn Markússon, Íögmaður, prenta
nokkrar íslendingasögur á Hólum: Nokkra margfróða sogu
þætti og Ágætar fornmannasögur. Báðar þessar hækur voiu
prentaðar 1756. Þá lét Björn enn sama ár prenta a Hólum
þýddan sjóreyfara „þess svenska Gustavs landskróns °P>
þess engelska Bertholds fábreytilega Róbinsons, eður lífs °°