Eimreiðin - 01.10.1943, Blaðsíða 62
334
FÓRNIR OG FÓRNARSIÐIR
EIMREIDIN
börnunuin nokkurn hlut og heilög skylda foreldranna að
fórna þeim öllu, sem hægt er að fórna, þangaÖ til þau hafa
náð vissum aldri. Þegar maður deyr meðal þessara Eskimóa,
er líkið flutt samdægurs upp á hæð í grenndinni og hlaðið
um ])að kesti úr rekaviði. En sál dána mannsins er talin að
verða kyrr um stundarsakir á heimili hans. Að nokkrum dög-
um liðnum fer fram einskonar fórnarathöfn á heimilinu til
þess að lokka anda liins framliðna burt og út að gröfinni.
— Þar biður svo andi hans, þangað til barn fæðist í fjölskyld-
unni.
Undir eins og móðir barnsins er lieil orðin, fær hún meö
særingarþulum sál framliðna mannsins lil þess að setjast að
í barninu eða verða verndarandi ])ess, meðan það er að alast
upp. Frá þeirri stundu er það andi hins framliðna, sem ræður
í barninu, kennir því að ganga, tala o. s. frv. Og þegar barnið
er lniið að læra að tala, er allt, sem það segir, lalin óskeikul
vizka, því að það er sál hins framliðna, sem talar fyrir munn
barnsins. Sé það amma barnsins, sem t'alin er hafa tekið scr
aðsetur í því, er það aldrei ávarpað öðruvísi en með móður-
nafni. Vilhjálmur Stefánsson segir frá því, að eitt sinn haó
hann og förunautur hans, sem var Eskimói, verið á ferðalagR
yfirkomnir af þreytu og hungri. En þó var Eskimóinn óíáan-
legur til þess að taka ögn af matarforða dóttur sinnar, átta
ára, eða láta hana ganga nokkurn spöl, enda þótt stelpan væn
hin hraustasta og mesti óþægðarormur, heldur urðu þeir að
draga hana allan daginn á sleða og máttu ekki rýra nesti henn-
ar, þótt það væri meira en nóg. Það var andi móður hans, seio
bjó í henni, og gamla konan átli íullkomið tilkall til dýpstn
lotningar og takmarkalausrar hlýðni, enda var telþan af f01'
eldruin sinum ætíð kölluð móðir.1)
Fórnir til framliðinna voru með ýmsu móti. Með sunium
þjóðum voru þær aðeins fólgnar í því að sjá hinum franiliðn-'
fyrir brýnustu lífsnauðsynjum í gröfinni. Með öðrum þjóöum
var það siður að flytja meira og minna af eignum hins látnn
með honum í gröfina. Trúin virðist hafa verið sú, að gröfu1
1) Sjá: Vilhjálmur Stefánsson: Mv Life With the Eskimo. New Yoi
1913, hls. 393—399.