Eimreiðin - 01.10.1943, Blaðsíða 83
eimreiðin
HJÚPUR OG HULA
3.15
Stallbræður Tómasar postula rekur jafnan í vörðurnar á
þrem hæðum, sem ævisaga Meistarans greinir frá og getur uni.
Fyrsta hæðin táknar komu Krists í mannheim, með hvaða
hætli hún varð. Önnur hæðin táknar kraftaverk ,Krists —
grundvöll þeirra. Þriðja hæðin táknar þá steinbyggingu, sem
Páskamorgunsólin stafar í geislum sínum.
Þessar hæðir hafa ávallt verið sveipaðar blárri móðu, og
mun sú lnila vara ætíð. Það er eigi undarlegt, að mannlegur
skilningur drepur fæti undir þessum hæðum. Hitt eru meiri
býsn, að sumir svokallaðir merkisberar kristindómsins hat'a
sniðgengið þessar hæðir og jafnvel reynt að jafna þeim við
jörðu. Lærðir menn ættu þó að vita það, að engin trúarbrögð
hafa orðið langlíf nc náð tökum á mannfólkinu — engin trú-
arbrögð, sem hafa kastað fyrir borð leyndardómsundrum, ]). e.
a- s. dulrænni speki.
Það þýðir lítið að setja upp spekingssvip og segja: Þrosk-
aðir menn eiga að vera vaxnir upp úr barnalegum hégiljum trú-
girninnar. Því að sannleikurinn er sá, að varla verður þver-
fótað á jafnsléttu daglegra viðburða, ef gaumgæfni er beitt,
áh þess að verða var við tákn og stórmerki lífsins. Lifið sjálft
er leyndardómur, starf þess nær og fjær. Hver skilur upphaf
þess og endi eða réttara sagt hvarf þess? Hvernig varð mað-
Ur»nn til á jörðinni? Er moldin blátt áfram móðir hans? Eða
er ósýnilegur andi faðir mannsins? Koma mannsins i sýni-
legan heim er leyndardómur eigi miklu minni en það undur,
jólabarnið sé öðruvisi komið undir en öll önnur börn. Et
stökkbreyting er lil i ríki sköpunarinnar — hvaða takmörkum
er hún háð?
^tjórnin á jarðrikinu þykir ýmsum ekki góð nú á dögum og
luinnast orða Meistarans, sem fullyrti, að enginn spörfugl dæi
au vilja allsherjar máttar, sem Meistarinn kallaði föður, en
Lao-tse móður. Þetta um spörvana er að visu likingamál, sem
tákna mundi stjórnarnákvæmni „hilmishæða".
Eigi er um það að viilast, að veröldinni er stjórnað. Jörðin
l- d. lýtur því lögmáli, að sólargangurinn tekur til að hæklta
ug aftur að lækka tiltekna daga á ári hverju. Þá breytir jörðin
11111 hatterni. Hver skilur vangaveltur hennar? Vér höfum þenna
i®ýndardóm fyrir augum alla ævi vora og skiljum þó eigi