Eimreiðin - 01.10.1943, Side 20
eimheiðin
Yið þjóðveginn.
23. nóvcniber 1943.
Þingsályktunartillaga milliþinganefndar í stjórnarskrármál-
inu, sem nú liggur fyrir alþingi, var flutt af fulltrúum allra
stjórnmálaflokka, sem þingsæti eiga. Hún er tákn þess og stað-
festing, að í einu máli, stærsta málinu, sem íslenzka þjóðin
hefur haft með höndum, síðan hún varð til, málinu, sem fjallar
um fullveldi landsins barna og frelsi, standi hún saman enn i
dag eins og áður — þrátt fyrir allt — einbeitt, ákveðin og sterk.
Orlagastund íslands.
Hver einasti íslendingur, sem þekkir sögu þjóðar sinnar og
ann heill hennar, skilur til fulls mikilvægi þessarar samheldni.
Alþingi og þjóðin hefur reynzt samheldin í málinu. Til þjóð-
arinnar kasta kemur innan skamms að sanna þetta og stað-
festa. Það hefur komið í Ijós, að þegar úrslitasporið skyld*
stigið, voru til menn, sem ekki voru við því búnir að gera sei'
grein fyrir mikilvægi þeirra tímamóta, sem íslenzka þjóðin,
eins og reyndar allar þjóðir, standa nú á. Örlög íslands hafa
verið ákveðin. Ágreiningur sá, sem þessir menn hafa reynt að
vekja, breytir þar engu um. Sumir þeirra hafa líka þegar áttað
sig á kringumstæðunum, hinir vitrustu þeirra og þjóðhollustu.
Aðrir eru að gera það. Það verða ekki nema örfáir, sem reyna
að torvelda sigur íslenzks málstaðar, eða sem beinlínis vinna
gegn honum. Svo ógæfusamir fslendingar verða sárfáir, að þel1
gerist andstæðingar góðs málstaðar, af því þeir vilji ekki við-
urkenna aðra æðri hugsjón í lífinu en þvergirðing og valda-
baráttu sjálfra sín. Ef til vill losnar íslenzka þjóðin við að el£a
nokkurn slíkan í sínu stærsta máli, svo sem vonir hennar hafa
staðið til frá því fyrsta.
Viðleitni vor mannanna kemur því aðeins að haldi fyrir vöxt
og viðgang lífsins og sjálfra vor, að vér miðum hana ekki við
lítilfjörlega sérhagsmuni, heldur hagsmuni heildarinnar. Þeim,
sem gengur gott eitt til að vera ekki viðbúnir, verður fyr11"
gefið. En nöfn hinna eru skráð öðrum til viðvörunar, um lel®