Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1947, Page 42

Eimreiðin - 01.04.1947, Page 42
114 ÍSLENZK. SÖNGLIST EIMREIÐIN Eins var það nieð einsönfívarana okkar. Þeir fórn fyrst til nánis lil Danmerkur og Noregs, en svo sóttu þeir smátt og snnitt til stærri landa. Einn af okkar fvrstu einsöngvurum, sem verulegu kvað að sem óperusöngvara, var Pétur Jónsson. Hann þótti alveg framúr- skarandi, hreinl og beint „sló í gegn“, í sjálfu Þýzkalandi, sein Wagners-tenór. Og fvrsta óperusöngkonan okkar var María Markan, sem gerði garðinn svo frægan, að hún var ráðin við Metropólitan-óperuna í New York, sem er frægasta ópera heimsins. Á eftir þeim liafa komið margir íslenzkir söngvarar og söng- konur, sem hafa — ekki síður en okkar ágætu kórar — verið prýðilegir fulltrúar íslenzkrar sönglistar, víða um lönd, og vakið eftirtekt á okkar fallegu, gömlu og nýju sönglögum, sem sýna, að við eigum líka tónskáld, sem geta skapað lög, er þroskuðuslu áheyrendur hafa ánægju af að hlusta á. Nokkrir þessara söngvara liafa lærl í sjálfri Ítalíu og flutt ítölsku „Bel Canto“-söngað- ferðina Iiingað heim til íslands. Það er frægasta og bezta söng- aðferð lieimsins. Og eftir að Islendingar kynntust þeirri söngaðferð, fór fyrst veridegur skriður að komast á sönglífið í landinu. Arið 1930 var merkisár að mörgu leyti, líka fyrir tónlistarlífið í landinu. Þá var Tónlistarskóli Reykjavíkur stofnaður, af nokkrum áhugamönnum, og útlendir og innlendir kennarar fengnir undir stjórn dr. Páls Isólfssonar. Hefur sú stofnun mjög auðgað og þroskað „músik“-lífið í landinu. 1 samhandi við hátíðahöldin 1930, og vegna þeirra, blómgaðist verulega ört kórsöngur liér á landi, hæði blandaðir kórar og karlakórar. Þá tveim árum áður var stofnaður 100 manna bland- aður kór og æfður í tvö ár vegna þjóðhátíðarinnar. Eftir 1930 fjölgaði karlakórunum mjög ört, og 1941 voru þeir orðnir yfir 20, dreifðir víðsvegar um landið. En nú á síðustu árum hefur, eins og kunnugt er, verið hafin ný lireyfing til eflingar blandaðs kórsöngs í landinu. Og á síðustu 5—6 árunum liafa verið stofnaðir 105 kirkjukórar víðsvegar um landið, og áliuginn fyrir þessum málum fer ört vaxandi. Frá því um síðustu aldamót og fram lil þessa dags hefur því söngliróður þjóðarinnar farið stöðugt og ört vaxandi um allt landið, þó sérstaklega í luifuðstaðnum. Eiga j)ar mjög margir hljómlistarmenn, einsöngvarar, söngstjórar, kórsöngvarar, að

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.