Eimreiðin - 01.04.1947, Síða 63
EIMREIÐIN
RÆÐA HERPRESTSINS
135
viU tekst þeim aft kljúfa frumeindirnar. Hvað skeður þá?
Kannske verður síðasta afrek mannsins það, að sundra jörðinni?“
Presturinn liafði setið þögull og lilustað á samræðurnar. En
nú sló hann allt í einu flatri hendi á borðplötuna og tók til
máls. Hinir þögnuðu samstundis. Eggert hrökk upp frá hugs-
ttnum sínum og hlýddi með óskiptri athygli á ræðu lierprestsins:
«1 nótt dreymdi mig skrítinn draum, sem ég ætla að segja
ykkur. Mér þótti ég vera kominn til Arberwille, þar sem ég er
Pfestur. Það er lítill bær; íbúarnir ekki lakari en annað fólk og
'Kglega lífið svona eins og gerist og gengur: — talsverð tog-
streita um lítilsverð málefni; þó nokkur öfund, meinfýsni og
l'jaftaslúður, erjur um stjórnmál og trúmál, nágrannakritHr,
afðrán og undirferli. — En nú þótti mér ég ganga um aðal-
Rotuna; það var helgidagskyrrð yfir öllu, og livarvetna mættu
»ier brosandi andlit; rósemd og ánægja lýsti úr allra augum.
keypti „The Morning Post“ af Sallv gömlu blaðsölukonu,
guðlaúsustu og illmálgustu kerlingarnom í Bandaríkjunum. En
»u var hún ekki annað en gæðin og ljúfmennskan, hrósaði á
livert reipi hinum blaðasölunum og lét ritningargreinar fjúka með
annárri hvorri setningu. Og þegar ég leit í blaðið, var það fullt
af lofgreinum um stjórnmálalega andstæðinga, svo fjálglegum,
að lá við væmni. Ennfremur voru þar tilkynningar frá kaupmönn-
»»i, lögfræðingum og bröskurum bæjarins, að þeir greiddu eftir-
leiðis livern dag frá 10 til 6 allt það fé, er þeir hefðu ranglega
baft af viðskiptavinum sínum. — í stuttu máli: Þarna var allur
hsejarbragur orðinn slíkur, að á betra virtist ekki hægt að kjósa,
f''á sjónarmiði sóknarprestsins. Allir voru sáttir og glaðir og góðir
bver við annan; allar erjur voru jafnaðar, allt ósamlyndi liorfið
°S serliver sök bætt. — Ég varð auðvitað ba;ði undrandi og glaður.
^» þó tók út yfir, þegar ég mætti meþódistaprestinum og klerki
Presbýterananna. Þeir leiddust á aðalgötunni, eins og ástfangnir
»»glingar, og er þeir sáu mig, komu þeir hlaupandi til mín
°S föðmuðu mig að sér! — Það lá við sjálft, að mér þætti nóg
»»i, og eitthvað fannst mér nú vanta, þrátt fyrir allt. Samt var
* g ekki í neinum vafa um hvert ég væri kominn.
Á Stórtorginu mætti ég heimatrúboðsprédikaranum. Hann var
l»»n eini af bæjarbúum, er var dálítið súr á svip. En það kom