Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1947, Side 81

Eimreiðin - 01.04.1947, Side 81
eimreiðin RADDIR 153 væru beir ekki með öllii ófáanlegir til að innlima Norður-Kóreu. Það er að minnsta kosti enginn vafi á fnn, að þeir krefjast stöðva við Þardanellasundin og Bosporus, meö sama einkarétti og Banda- ríkjastjórn leggur til að fá handa sér á eyjum þeim í Kyrrahafinu, sem Japanir réðu áður yfir. — Spurningin er aðeins sú, hvort Bandaríkin eru reiðubúin til að fara í þessi kaldliæðnislegu hrossa- kaup við Moskvu. (New York Herald Tribune). sálarrannsóknafélagið brezka. Sálarrannsóknafélagið brezka (THE SOCIETY FOR PSYCHI- CAL RESEARCH) hefur nú starfað í 65 ár. Það var vísinda- viaöurinn nafnkunni Sir William Barrett, sem var frumkvöðull þess, að félagið var stofnað. Meðal stofnendanna voru einnig skáldið °9 sálfræðingurinn Frederick W. H. Myers, Edmund Gurney, nafn- kunnur sálarrannsóknamaður, og Henry Sidgwick, prófessor í sið- fræði og heimspeki við háskólann í Cambridge. Allir voru þessir menn áhuga- samir um dulræn fyrirbrigði og veyndir tilraunamenn. Sumir þeirra höfðu sannfærzt um sann- 9Údi fyrirbrigðanna, en aðrir ekki. Takmark félagsins hefur jafnan verið að rannsaka með opnum hug °9 Meypidómalaust hinar ýmsu Oremar dulrænna fyrirbrigða, án tillits til hefðbundinna skoðana, ' trú og vísindum samtiðarinnar, " þessum málum. Félagið hefur hinsvegar aldrei sem heild tekið 'ookkra fasta afstöðu til fyrir- brigðanna. Hefði svo verið, þá hefði starfsemi þess ekki orðið óháð og frjáls vísindastarfsemi til lengdar. Félagið hefur því jafn- an haldið sér á grundvelli óháðrar vísindastarfsemi. En fjöldi með- lima jbess hefur af þeirri vís- indastarfsemi sannfærzt um sann- indi spíritismans og gengið úr skugga um framhald lífsins eftir dauðann. Hin eina skýrgreining á félag- inu og starfi þess, sem heildar, er sú, að það sé félagsskapur manna, sem fást við rannsóknir á sálrænum fyrirbrigðum. Meðal þeirra mörgu dulrænu fyrirbrigða, sem. það hefur fengizt við að rannsaka, eru fjarhrif, sálrænar lækningar, svipir, reimleikar og sannanir fyrir samböndum við framliðna menn. Safn félagsins um rannsóknir á dulrænum efn- um er nú orðið eittlivert stærsta þeirrar tegundar, sém til er. Yfir 2000 fyrirbrigði hefur félagið rannsakað og skráð með þeim árangri, að þau hefur ekki reynzt unnt að skýra á annan hátt en þann, að þau orsökuðust af sál- rænum dularöflum. William Gladstone, forsætisráð- herra Breta, sagði eitt sinn um sátlarrannsóknirnar, að þær væru mikilvægasta málið í heimi. Að svipaðri niðurstöðu hafa komizt margir af mestu andans mönnum heimsins við kynni þeirra af mál- inu. Gladstone var sjálfur með- limur félagsins, meðan hans naut við. Meðal annarra heimsfrægra manna, sem verið hafa meðlimir þess, má nefna skáldið Alfred Tennyson, rithöfundurinn John Ruskin, Sir William Crookes, Camille Flammarión, Sir Oliver

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.