Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 27
187
EIMREIÐIN GYÐINGAR, ARABAR OG P.ALESTÍNA
er talið nokkurn veginn sannað, að þeír liafi verið alls
4—5 milljónir. Margir þeirra höfðu flutt frá Gyðingalandi
fyrir Krists fæðingu, og bjuggu á „dreifingunni“ víðsvegar um
Rómaveldi og Austurlönd. Árið 1940 voru um 18 milljónir
Gyðinga í öllum lieiminum, þar með taldir kristnir Gyðingar.
Nú, eftir lirannvíg Þjóðverja á Gyðingum, eru Gyðingar taldir
um 12 milljónir. Héfur því Gyðingaþjóðinni fjölgað svona tiltölu-
lega lítið á næstum því 2 þúsund árum? Það er ekki sennilegt,
þegar þess er gætt, að Gyðingafjölskvldur eru yfirleitt barn-
margar. Það sennilega er, að Gyðingar hafi mjög víða horfið
meðal þeirra þjóða, sem þeir settust að hjá, og blandazt þeim og
glatað trú sinni og þjóðerni, oft í mjög stórum stíl. En talsvert
af fólki víða um lönd liefur líka tekið Gvðingatrú og liorfið inn
í Gyðingasöfnuðina, einkum í Austur-Evrópu.
Alls staðar þar sem Gyðingar hafa verið, hafa þeir verið sem
útlendingar og þess vegna ekki fengið leyfi til að kaupa sér
jarðnæði í stórum stíl. Þeir liafa því yfirleitt verið borgarbúar,
lagt stund á verzlun, iðnað og liandverk og oft búið öldum saman
í sér8tökum borgarhlutum. Sameiginleg trú, svipuð menning og
svipuð kjör liafa því sett sameiginleg einkenni á Gyðinga alls
staðar í heiminum. En alls staðar liafa þeir að einhverju leyti
blandazt þeim þjóðum, sem þeir hafa búið með, og bera einhvern
keim af þeim. Þjóðtunga Gyðinga, liebreskan, vék fyrir Krists
faeðingu fyrir öðru semetisku máli, arameisku, en eftir að allir
Gyðingar fóru að húa á „dreifingunni“, þá liafa þeir að öllu
jöfnu talað mál þeirrar þjóðar, sem þeir bjuggu lijá. Víða liafa
þó orðið til sérstakar Gyðingamállýskur, t. d. júðaþýzkan í
Póllandi, Þýzkalandi og nálægum löndum, sem var þýzk mállýska,
blönduð liebresku. En allir Gyðingar í Palestínu hafa orðið að
læra liebresku vegna þess, að þeir komu frá mörgum löndum,
töluðu margar tungur og urðu því að nota hebreskuna sem
sameiginlegt mál. Hebreskan er aftur orðin talmál Palestínu
Gyðinga, að vísu í dálítið hreyttu formi frá því sem var í fornöld.
Það er til nýhebreskur skóli og nýhebreskar hókmenntir í
Palestínu. Og nú eru Gyðingar aftur að verða þjóð í hinu gamla
fandi sínu. Margir telja, að þeir hafi ekki rétt á því, af því að
þeir liafa ekki húið þar í svo margar aldir og Palestína verið
arabiskt land síðan á T. öld. En þ ess ber að geta, að liinn arabiski