Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 150

Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 150
310 RITSJÁ EIMREIÐIN yfir bókmenntir íslendinga, í Tíina- riti Bókmenntafélagsins, 1881. Þessar fyrstu ritsmíðar séra Jónasar eru vel samdar og skilmerkilegar, bera vott um fljótan þroska, vit, menntun og gáfur hins unga manns. Fyrsta skáldsaga séra Jónasar birt- ist í Iðunni, II. bindi, 1885. Heitir hún Glettni lífsins. Eftir það samdi hann fjölda margar sögur, sumar nokkuð langar, og liélt hann skáld- sagnagerð áfram allt fram til elliára. Hann var auk þess, og fyrst og fremst, fræðimaður og ritaði óhemju mikið um fræðileg efni, bæði frumsamið og þýtt. Fáir menn, um lians daga og þótt lengra sé leitað, liafa unnið bet- ur og dyggilegar að alþýðumenningu. Hann gegndi prestsembætti með alúð og prýði og var hinn mesti öðlingur og mannvinur, en þrátt fyrir fremur veila heilsu tókst honum að semja sigild rit, eins og t. d. íslenzka þjóö- hœtti, og auk þess fjölda stórmerkra ritgerða til fróðleiks og skemmtunar. Sakamálasögur þær þrjár, er nú eru komnar út, munu vera I. bindi í safni af sögum séra Jónasar. Væri óskandi, að bók þessari yrði tekið svo vel, að allar sögur hans kæmu nú út. Eitt sinn áður (1915) var útgáfa hafin (Ljós og skuggar). Kom þá út eitt hefti með nokkrum sögum, en framhald varð ekki á þeirri útgáfu. Hér birtast nú þrjár sögur, Randiður á Hvassafelii, Magnúsar þáttur og Guðrúnar og Kálfafellsbræður. Allar þessar sögur fjalla um sorglega og ógeðfellda atburði úr sögu þjóðarinn- ar. Uppistöðuatriðin eru sönn, en ívafið er gert af skáldinu. Þetta eru raunsæar sögur og fjarri því, að skáldið reyni á nokkurn hátt að fegra málstað hinna seku, því þótt Bjarni á Hvassafelli væri píndur til að játa á sig glæpi, ef til vill í óráði, er þó langlíklegast, að þau Randiður hafi verið alsaklaus af hinum viðbjóðs- legu ásökunum. Aðferðirnar til fjár- öflunar voru ekki alltaf fagrar — og eru ekki enn. Séra Jónas hefur verið snortinn af bókmenntastefnu þess tíina, sem auðskilið er. Raunsæismenn 19. aldar tóku dinnnu hliðarnar á mannlífinu til miskunnarlausrar með- ferðar, öðrum til viðvörunar. Enn er þessi stefna í góðu gildi, á okkar tímum, þótt á nokkuð annan liátt sé túlkuð og oft verri, sem sé illgirn- islegum og lítt rökstuddum árásum á samtið rithöfundanna. Það verður oftast æði erfitt að dæina sína eigin samtíð. Til þess þarf höfundurinn að vera ákaflega hlutlaus og sjá í gegn- um liolt og hæðir. Séra Jónas á Hrafnagili leit á mennina eins og góðskáld (t. d. Thomas Hardy); hann vissi, að menn liljóta oft að vera óhreinir og útataðir í erfiði og ati lífsins, en liann vissi það líka, að unnt er að þvo slík óhreinindi af mönnum, og þá líta þeir allt öðru vísi út. Hin raunverulegu óhreinindi er illvilji, mannliatur og miskunnar- leysi, eigingirni og sjálfselska. Glæpir og hrottaskapur hinna „dökku tíma“ í sögu vorri stöfuðu langoftast af fávísi, fátækt og umkomuleysi al- mennings. Glæpir nútímans eru oftast nær sprottnir af græðgi, óhóflegri skemintanafýsn og öfgafullum heims- tízkum. Þetta fyrsta liefti af ritum séra Jón- asar er 160 bls., stórar, pappír góður og allur frágangur vandaður. Þorsteinn Jónsson. Páll S. Pálsson: SKILARÉTT, kvœSi, Winnipeg 1947. Höfundur kvæða þessara er sagður hafa dvalið í Am- eríku siðan árið 1897, eða um 50 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.