Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 30
eimrexðin
Þjóðfrægur höfundur fimmtugur.
Guðmundur G. Hagalín, höfundur
sögu þcirrar, sein hér fer á eftir, er
leeendum Eimreiðarinnár að g'óðu
kunnur, því eftir hann hafa hirzt
hér í ritinu kvæði, smásögur og
greinir öðru hv'oru undanfarin jirjátíu
ár. Hann varð fimmtugur 10. októ-
ber í haust, en á þeim merkisdegi
í lífi lians kom út fyrsta hindið af
safni rita hans, sem eru
orðin mörg, því ltann er
með afkastamestu rit-
höfunduin, sem nú eru
uppi nieð þjóðinni.
Þetta fyrsta bindi er
safn smásagna, fimmtán
að tölu, undir heitinu:
Gestagangur.
Það fyrsta, sein hirt-
ist í Eimreiðinni eftir
Guðmund Hagalín, voru
Þrjú kvœSi, í 24. ár-
gangi (1918). Þrem ár-
um síðar kom út fyrsta
bók lians, Blindsker,
sögur, ævintýri og ljóð
(Seyðisfirði 1921). Síð-
an hefur hver hókin
rekið aðra, og enn er höfundurinn
sískrifandi og á vafalaust eftir að
senda frá sér margar hækur enn.
Guðmundur Hagalin hefur flestuni
höfundum fremur, sem nú eru uppi
með þjóðinni, sótt fyrirmyndir sínar
til kjarnafólks úr íslenzkri alþýðu-
stétt, bæði til sjóvar og sveita. Hann
tignar hetjulund og manndóm þann,
seny eklci lætur iiinlaii síga í liarátt-
unni við öfl örlaga og hamfarir höf-
uðskepna. Hann er ramíslenzkur i
anda og hefur orðið fyrir miklum
áhrifum af inegihkynngi fornsagna
vorra og þjóðlegra fræða. Hann er
glöggur á veilur þjóðlífsins og lýsir
þeim stundum á glettinn og kald-
hæðinn hátt í sögum sínum. Stíll hans
er sérkennilegur, orðgnótt mikil, svo
að stundum getur orðið að ofgnótt
(shr. „Konungurinn a
Kálfskinni“), og . er
málfar hans mótað af
vestfirzkum einkennum,
en á Vestfjörðum er
hann borinn og barn-
fæddur. Samúð lians
með hinum veiku og
þjáðu er einlæg «8
sönn. Hann liefur að
jafnaði ákveðin mark-
mið í huga með bókum
sínum, en ritar ekki að-
eins til þess að þókn-
ast þeim, sem vilja, að
listin sé fyrir listina ■
og ekkert annað ne
meira. Siðferðilegt niat
lians á inönnum og inál-
efnum stjórnast af raunsæi og þrotti,
en úrkynjun öll og lítilmennska er
honum viðurstyggð.
Meðal merkustu bóka hans mun
löngum verða talin skáldsagan Sturla
í Vogum.
Eiinreiðin flytur liöfundinum fimnit-
uguin hamingjuóskir, vegna þeirra
inerku tímanióta i lífi hans, og væntif
frá lionum nýrra verka og enn batn-
andi á komandi árum.
GuSmundur G. Hagalin,
skáld.