Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 147

Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 147
EIMREIÐIN RITSJÁ 307 verk sinna höfunda. En þá verða þær líka að vera rétt skráðar og rétt með þær farið. Við fljótlegan yfirlestur þessa vísnasafns rakst ég á vísur, sem ekki eru rétt með farnar, og jafnvel ekki rétt feðraðar. Það kann nú að kallast „að bera í bakkafullan lækinn“ að vera að skipta sér af þessu. Skulu því ekki teknar hér til atliugunar nema aðeins tvcer vísur af minnst tíu eða tólf, sem þörf hefði verið að leiðrétta, en efni þeirra flestra er svo lítið, að þær leyfa ekki meiri aðfinnslur en þær innihalda sjálfar. Á bls. 76 er eftirfarandi vísa þannig skráð í „Vísnasafninu“: „Daðurreygð og opimnynnt, álkuteygð og snúin, axlareigð og illa kynnt, út sig leigði frúin“. Hvorki vísan sjálf né höfundar- nafnið er rétt með farið í „Vísna- safninu“. Höfundur vísunnar er Guð- mundur Eyjólfsson Geirdal. Höfund- arnafnið á því að skrifast með upp- hafsstöfunum G. E. G„ en ekki með þrem G-um, eins og í „Vísnabókinni“ stendur. Þetta nægir til þess, að vísan gæti, með tíð og tíma, orðið eignuð allt öðrum liöfundi en þeim rétta, enda þótt hún væri rétt með farin að öðru leyti, en það er langt frá því að svo sé. Höfundurinn er til heimilis hér í Reykjavík, að Grenimel 35, en er nú fatlaður og getur því ekki borið hönd fyrir höfuð sér skriflega, er þó málhress og ineð fullu ráði og rænu. Hann er mjög óánægður með meðferðina á sér og sinni vísu. Það var aldrei vilji höf. að vísan yrði birt og sízt afbökuð. Vísan er ekki gömul og rétt með farin, segir sá rétti höfundur, að sjálfur hafi hann vÍ6una ort, eins og hún hljóðar hér eftirfarandi: „Daðureygð og opinmynnt, álkuteygð og snúin, axlareigð og allvel kynt út sig leigði frúin“. Frúin var ekki „daðurreygð", eins og „Vísnasafnið“ vill vera Iáta, heldur daðureygð. En það er ekki nóg með það. Orðið „eygð“ er einn af stuðlum vísunnar, en með breytingu „Vísna- bókarinnar“ er stuðlinum burtu kippt og vísan gerð að rímleysu. Svo var ,,frúin“ ekki „illa kynnt“, eins og Vísnabókin vill hafa liana, heldur þvert á móti: „allvel kynt“, og á að skrifast með aðeins einu enni, af því það er ekki dregið af opinberrí kynningu, eða ytra fasi, þó öllu 6é þar sem ákjósanlegast til skila haldið. Hin vísan, er hér verður gerð að umtalsefni, er á bls. 106 í „Vísna- safninu“; raunar rétt feðruð, en rangt með farin. Sú vísa er eftir Einar Bene- diktsson, og liafa sumir talið það sið- ustu vísu skáldsins, en það er ekki rétt. I „Vísnasafninu“ er hún skráð svona: „Gengi er valt, þá fé er falt, — fagna skalt í liljóði. — Hitt kom alltaf hundraðfalt sem hjartað galt úr sjóði“. í eiginhandarriti höfundarins, er hann gaf mér, er vísa þessi stafrétt og orðrétt þannig stíluð: „Gengi er valt þar fé er falt, — fagna skalt í ldjóði; hitt bar alltaf hundraðfalt, er hjartað galt úr sjóði“. Ef athugaður er hrynjandi vísunn- ar (,rhytm“), þá er hún mjög röng eins og hún er birt í „Vísnasafninu“. 1 eiginhandarriti höfundarins sjálfs er orðinu „þar“, í fyrstu Ijóðlínu, teflt fram og rímað, sem innrími, móti orðinu „bar“ í þriðju ljóðlínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.