Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 31
eimreiðin
Veganesíið.
Smásaga úr sagnaflokknum: Við, Maríumenn.
Eftir Guðmund Gíslason Haguiín.
Ég stóð við stýrið á Maríu, og rétt hjá niér stóð Markús, sem
nu var stýrimaður. Björn á Birkinesi liafði verið orðinn illa
haldinn af gyllinæð, þegar við komum seinast inn til að losa,
°g læknirinn liafði sagt honum, að ef liann vildi ekki eiga á
hættu að verða ófær til allra verka minnsta kosti fram á liaust,
þá skyldi hann li ggja rólegur svo sem hálfsmánaðartíma í sjúkra-
8kýlinu á Fagureyri. Það hafði svo orðið úr, að liann færi að-
ráði læknisins og Markús tæki að sér stýrimennnskuna þessa
veiðiför — eða þennan tur — eins og við kölluðum það, skútu-
karlarnir. Hann hafði þá fvrr verið stýrimaður á Maríu, hann
■Markús.
Þessi túr hafði ekki orðið langur. Klukkan átta í kvöld voru
hðnir réttir sjö sólarliringar, síðan við léttum akkerum á Sand-
víkinni, búnir að taka vatn og ís og nýfrysta hafsíld, og sigldum
ut 1 Djúpafjörðinn í frískinn kalda af vestri. Hann hafði svo
gengið úr vestrinu, þegar við vorum komnir á álitlega fiskislóð,
°g síðan hafði ýmist verið logn eða hafnorðan andvari — áreiðan-
|ega aðeins kjaravindur á firðina, fjallgola og hafræna. Og fiskur-
rnn hafði bókstaflega verið óður. Við höfðum verið á svipuðu
SVa'Öi — lítið eitt þokað okkur vestur eftir — í sex sólarliringa,
°? a þeim tíma höfðum við fvllt skipið alveg upp undir lestar-
klera, vorum orðnir svo saltlausir, að við höfðum rétt aðeins
getað sáldrað einhverri óveru í efstu lögin. f lestinni voru átta
þúsund fiskjar — á að gizka 45 skippund — miðað við þurran
fisk. Skipshöfnin var ekki nema ellefu manns, þennan túr, og af
þessum ellefu voru einungis níu, sem eingöngu liöfðu sinnt fiski-
'ffættinum. Skipstjórinri liafði eytt mestu af tíma sínum í að
fera til í lestinni, svo að.við hinir þyrftum sem minnst að
iefjast frá færununi, og Baldvin matsveinn var ‘aldrei fastur-