Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 84
244
SKOPLEIKARI OF SALTAN SJÁ
EIMREIÐIN
að lokum út úr vandræðunuin og verður ofan á í viðskiptunum
við liáskalega bófa.
1 öllum þeim lilutverkum, sem hér liafa verið nefnd, komu
fram kostir Alfreds Andréssonar sem gamanleikara, en lilutverkin
voru nokkuð keimlík, og í því fólst hætta fyrir leikarann og það
því fremur sem leikaðferðin, sem
liann hafði tamið sér, féll áhorfend-
um vel í geð. Flestir viðvanings-
leikarar finna fyrr eða síðar þá að-
ferð, sem lientar þeim bezt og geng-
ur í augun á áliorfendum. Margir
stöðvast þá á miðjum þroskaferli,
láta sér nægja þá reynslu, sem feng-
in er, hætta sér ekki inn á nýjar
brautir, ýmist vegna skorts á ímynd-
unarafli eða lireint og beint vegna
mannlegrar leti, leita þar á, bæði
hvað snertir val lilutverka og aðferð
við þau, sem minnst er fyrirstaðan,
auðsóttast fram í náðarsól áhorf-
endahylli. Þegar liér var komið
sögu, beið Alfreds freisting marg-
vísleg. Hann liafði afráðið að helga
leiklistinni starfskrafta sína óskipta,
en fjárhagurinn var þröngur. Á
Aljred Andrésson í aðra liönd liafði Leikfélag Reykja-
sýnishlutverki. víkur fá verkefni fvrir hann að
leggja, en á liina liöndina var gróða-
vonin í gamanvísnasöng og sýnisleikjum. Þó að slík skemmtiatriði
hafi aldrei reynzt leikurum hér nein uppgrip, þá var frekar lít-
andi í þá átt fyrir ungan mann og upprennandi, sem auk annars
var nýbúinn að stofna lieimili (1938), heldur en til eftirtekjunnar
af óvissum sýningafjölda hinna alvarlegri viðfangsefna leikfé-
lagsins. Hér kom enn eitt til greina. Haustið 1936 livatti V. S. V.
(Vilhjálmur S. Villijálmsson), gagnrýnandi Alþýðublaðsins, til
þess að kosta Alfred til leikaranáms, „því að tvímælalaust er
A. A. bezti skopleikari, sem við eigum og sem ég lief séð“. Það
var fjarri skaplyndi Alfreds að leggjast upp á aðra fjárhagslega,