Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 134
EIMREIÐIN
Leiklislin.
Gestir.
Rosmersholm — Refirnir —
Dödedansen.
Síðasta leiksýning Leikfélags
Reykjavíkur á leikárinu 1947—’48
var haldin 9. maí. Stóð til að taka
á móti ágætum gestum frá Nor-
egi og Danmörku, svo að félagið
tók ekki nýtt viðfangsefni, þegar
lokið var æfingu á „Eftirlits-
manninum“ í marz. Leikflokkur
frá Þjóðleikhúsinu í Osló kom í
maí-byrjun og sýndi Rosmersholm
eftir Henrik Ibsen á vegum félags-
ins í fyrsta sinn 13. maí, en gest-
irnir frá Danmörku, hjónin Anna
Borg og Paul Reumert og með
þeim Mogens Wieth, komu í júní-
byrjun. Höfðu atvikin þá snúizt
þann veg, að það var Norræna
félagið, en ekki L. R., sem veitti
þeim móttöku og stóð fyrir sýn-
ingum á leikritunum „Refirnir"
og „Dödedansen", en þriðja leik-
sýningin, sem áformuð hafði ver-
ið, „Swedenhielms", fórst fyrir.
Norsku gestirnir voru: Knut
Hergel, forstjóri Þjóðleikhússins
í Osló, frú Agnes Mowinckel, leik-
stjóri flokksins, Gunnar Herman-
sen, leiksviðsstjóri, og leikararnir
August Oddvar, Gerd Grieg, Kol-
björn Buöen, Henrik Börseth og
Stein Grieg-Halvorsen og kona
hans. Dvöl leikflokksins var stutt,
sýningar aðeins 7 talsins, en nokk-
ur tími fór í opinberar móttökur
og ferðalög, eins og gengur. Að-
sóknin að sýningunum var nieð
eindæmum, enda spurðist það
fljótt, að hér væru á ferð sam-
valdir listamenn, og setti fólk þa
hvorki fyrir sig framandi tungu-
tak né orðspor hinna þungu
ádeiluleikrita Ibsens.
Fljótt frá sagt tókst sýning
leiksins hið bezta í heild, ekki
látið ráðast sem vildi um neitt ein-
stakt atriði, heldur var allt felR
í fastar skorður. Gagnrýni á slíka
leikaðferð verður ekki beint að
einstökum leikendum nema sýnt
þyki, að þeir fari út fyrir endi-
mörk leiks og leikstjórnar eða
skeri sig á annan hátt úr list'
rænu samhengi. Slíku var ekki
til að dreifa, leikendur voru sam-
valdir og samhentir um lausn
þess vanda, sem höfundur leiksins,
Henrik Ibsen, og leikstjórinni
Agnes Mowinckel, bundu þeim 3
herðar.
Annars eðlis er sú gagnrýnn
sem beinist einkum að efni
og aðferð höfundar, en snýst áðui
lýkur að skilningi leikstjórans Og
mætti leikenda til að orka á áhorf-