Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 39
eimreiðin
VEGANESTIÐ
199
af 8jóræningjum, sem klifruðu upp á skip með sveðjur í
trantinum.
Allt í einu leit Gvendur út fyrir öldustokkinn:
„Segi það bara, — skyldi ég hafa misst askotans hnífinn fyrir
borð, — bezta hníf frá Dús? Ég segi það bara, já!
En það var óþarfi hjá honum að bera þetta fram í spumar-
formi: Um leið og hann sagði fyrsta orðið, datt hnífurinn í sjóinn.
Höskuldur gamli Bárðarson tinaði og glápti og sagði síðan:
— Ha? Haldið þið, að honum sé gaman? Haldið þið, að hann
fari á einum liéðan, sá ama — ha?
— Nú, þyki még týga! Ég held það fagi nú bgáðum að loga!
sagði Jón á Hrynjanda, kverkmæltur og glottandi.
Og Ari Dagbjartur mælti og var ærið stóreygur:
— Ólukku karlinn að láta svona! Ég held það megi til með að
fara með liann ofan í!
En Litli maðurinn, Markús nokkur Sveinbjarnarson, nú stýri-
maður á Maríu, aftók það:
— Ég held það verði ekkert af því. Hann skal fletja með okkur,
hræ-smánar-greyið!
'— En liann getur skaðskorið sig, og líka getur hann eyðilagt
fiskinn.
— Ef hann sker sig, þá liann um það, fær þá kannski lexíu
sér til umþenkingar. En ef maður sér, að hann er ekki vel hand-
styrkur við flatninguna, þá er ekki annað en láta hann fletja
sma eigin fiska, afkastar þá varla meiru.
Að svo mæltu rauk Markús þangað, sem Sigurður Jósúason
Var að ausa sjó í bala, þreif af lionum skjóluna, sökkti lienni í
®jóinn í balanum, kippti lienni upp úr, hellti úr lienni, unz
aðeins var eftir í lienni svo sem þriðjungur, og gekk síðan að
Fiski-Gvendi, þ ar sem hann var að skima og þreifa:
■— Gvendur! kallaði Litli maðurinn.
Gvendur rétti sig upp, og í sömu svifum skvetti Markús framan
1 hann úr skjólunni.
Gvendur tók óskapleg andköf og glennti upp skjáina. Hann
skók sig allan og hrópaði:
— Ágjöf, ágjöf — komið versta veður, — ég segi það bara, já!
Nú rankaði hann eitthvað við sér, virtist hafa komið auga
á Markús.