Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 51
eimreiðin
VEGANESTIÐ
211
Ég var búinn að líta á seðilinn, var alveg agndofa — fimmtíu
krónur — þénustan mín úr fyrsta túmum, þriggja vikna túr,
fjömtíu og tvær krónur! Ég þreif í hönd Gvendar og hristi hana:
— Ég þakka þér innilega fyrir, Guðmundur minn, og líka fyrir
samveruna í sumar, var ekkert að launa, þó að ég vekti þig, var
ekki nema sjálfsagt!
— Sjálfsagt, sjálfsagt, — fara frá færinu þínu í óðum fiski til
að vekja Gvend, vekja Fiski-Gvend, tapa mörgum fiskum fyrir
þetta. Ekkert að þakka, segi það bara! Á akkúrat eftir að borga
þér fiskana, sem þú tapaðir, þetta fyrir liugulsemina, — góður
piltur, guðspiltur! Hérna tíu krónur fyrir fiskana, sem þú tapaðir,
skítsbætur, segi það bara, já! og hann tróð tíu krónu seðli ofan
í jakkavasa minn.
— Ég er svo alveg steinbissa á þér, Guðmundur!
— Segðu Fiski-Gvendur, kóngsnafnið mitt — eSers mœistet
segja þeir dönsku, — skítt og liomgrýti, þá Fiski-Gvendur betra,
segi, segi það bara! . . . Alveg hissa, sagðirðu! Passar! Allir
halda, að Gvendur sé kvikindi, Gvendur sé nízkur og ágjarn, af
því að bann fleygir ekki guðsgjöfum í forina og reynir að amla
eftir megni. Lygimál! Veit, að þú áttir ekki við þetta — ekki
þú! En Gvendur var fátækur, Gvendur var á sveit, og Gvendur
sagði við guð og barði utan klett, þangað til hruflað var ofan af
öllum tíu hnúum, gerði það til þess að sýna, að Gvendur vildi og
þyldi eitthvað á sig leggja -— jam, Gvendur sagði við Guð: Ef
þú vilt lijálpa mér, þá skal ég gera eins og þú segir mér! Og
töer fannst einhvern veginn, að liann gengi að þessu, að hanu
segði mér, hvað liann setti upp — klárir reikningar — setur það
Éannski upp við fleiri, — ég segi það bara, já! . . . Og allt í
einu var svo Guðmundur kominn út í aðra sálma, fannst mér,
þó fljótlega eins og vottaði fyrir samliengi: — Gott veður á
niorgun, fugl á firðinum eftir norðangarðinn, Gvendur á sjó með
Éyssu, Gvendur reyta fugla liinn daginn — svo að smíða pontu,
®egi það bara! Því að Gvendur er nefnilega alltaf hræddur um,
að hann haldi ekki loforðið nógu vel, ekki með bónus og rabbat
sem maður segir, sko! Og Gvendur er ekki hræddur við
Qeitt annað, því liann var góður henni Þuríði sinni og börnunum
nei, ekki við neitt annað, þetta það einasta eina, segi það
Éara, já!