Eimreiðin - 01.07.1948, Blaðsíða 37
eimreiðin
VEGANESTIÐ
197
að liann væri mjög ríkur, talið, að hann ætti í sparisjóði tólf til
fimmtán þúsund, en á þeirri tíð var það geipimikið fé og sjald-
gæfara sjálfsagt í þann tíma, að menn ættu slíka upphæð en
hundrað þúsund nú. Og okkur Markúsi hafði komið saman um,
að minna en fimmtán þúsund mundi liann aldrei eiga, líklega
ætti hann tuttugu.
Jú, — að öllu athuguðu, var það þá í rauninni trúlegast, að
það væri heinlínis fégirni, löngun til að safna meira og meira fé,
sem gerði það að verkum, að liann lét jafnóskaplega og hann
hafði látið í þessum túr. Og þó — þó fannst mér liann ekki nógu
smámunalega nízkur til þess, að liann liefði fengið krónunjálginn,
eins og skáldið kallar ágirndina í vísunni. — Og þá — gat þá
mn nokkuð annað verið að ræða en kappgirni, metnað? Kannski
vildi hann vera liæstur allra á Fagureyrarflotanum, kannski yfir
alla Vestfirði? Ef til vill leitaði hann sér upplýsinga frá ári til
ars um drátt manna á öllum fjörðunum? — Samt var hann svo
sem ekkert að státa, kom lielzt fram hjá honum óbeinlínis, að
hann væri lireykinn af fiskninni — eins og til að mynda þegar
hann var spurður nm Sunnlendingana tvo, sem liöfðu sigrað hann
tvaer vertíðir í röð.
En skyldi hann svo ekki fara eins og þessir Sunnlendingar —
skyldi hann svo sem ekki drepa sig löngu fyrir tímann, ef hann
hagaði sér áfram svipað og í þessum túr? Hafði trúlega munað
minnstu, að liann firrti sig vitinu til fulls! Þangað til núna í
hyrjun Lönguvaktarinnar hafði hann ekki lagt sig út af, uppi eða
niðri, í næstum sex sólarliringa, liafði ekki blundað öðruvísi en
þannig, að ef eitthvað tók undan, þá settist hann á lyftingar-
þakið og hallaði sér upp að ofnrörinu. Þegar svo lóð eða dráttur
skall á þilfarið — eða fiskur kippti í færið, sem liann liélt í með
haegri hendinni, var liann óðar þotinn á fætur. Og seinustu tvo
sólarhringana Iiafði hann ekki farið ofan í til að borða, heldur
látið rétta sér soðninguna og grautinn upp á þilfar. í gærkvöldi
hafði Iiann í lok Lönguvaktarinnar hallað sér upp að siglunni
toeð soðningarbakkann í vinstri liandarkrika — og snætt með
guðsgöffhim þeirrar hægri. Þarna stóð liann, þegar ég fór ofan í.
Allt í einu heyrðum við lieljarmikinn hlunk og allmikið glamur.
sat alveg við stigann, og ég þaut upp í gatið og sá, að.Gvendur
yar að brölta á fjóra fætur, hruflaður á vinstra kinnbeini. Hann