Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1949, Side 48

Eimreiðin - 01.01.1949, Side 48
40 NORÐAN OG AUSTAN EiMREr^ir1 í etað þess að verða að bíða og bíða eftir því, að geymslur Græn- metisverzlunarinnar inni í Reykjavík geti smátt og.smátt tekið við uppskerunni. Hafa stundum miklar frostskemmdir og töp orðið afleiðingar af þeim drætti, t. d. í liaust og vetur. Við gistum í Borgarfirði og skoðuðum gróðurhús í Deildar- tungu, Laufskálum og Sólbakka um morguninn. Við sáum allmarga vöxtulega banaua, en einkum eru „epli lslands“, tómatarnir, rækt- aðir í gróðurhúsum Borgfirðinga. Eru tómatarnir hollir og fjör- efnaríkir. Börn verða fljótt sólgin í þá. Ættu foreldrar að hafa Frá gróðrarstöSinni á Hafursá, Fljótsdalshéraði. hugfast, hve þeir eru stórum lieilsusamlegri en t. d. brjóstsykur o. fl. „sleikjusælgæti“, sem líka kostar peninga. Kappræktaðar jurtir verða oft viðkvæmar, ekki sízt í liitabeltisloftslagi gróður- tiúsanua. Rótarormar eru þar versta plágan. Moldarskipti eru dýr og vinnufrek, en duga í bráðina. Reynt er að dæla eiturlyfjum í moldina ineð odddælum, en liefur gefizt misjafnlega. Sumir eru svo vel settir að geta veitt sjóðandi vatni inn í húsin og ráðið þannig niðurlögum ormanna. Erlendis tíðkast víða að gufusjóða moldina annað hvort ár. Eykst uppskeran stórum við það. En hér vantar ennþá hentugan, færanlegan gufuketil til þeirra aðgerða. Kemur sá útbúnaður fyrr eða síðar. Gróðurhús í Borgarfirði munu alls vera um 8000 m2, eða tæpur hektari að stærð. Færa þau drjúga björg í bú. 1 Mosfellssveit og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.