Eimreiðin - 01.10.1949, Blaðsíða 10
246
ENSKA TÍMABILIÐ Á ÍSLANDI Á 15. ÖLD EIMREIÐIN
bættismenn ferðuðust á enskum skipum til Danmerkur og Noregs.
Skipakostur Norðmanna var svo aumur, að sjóræningjar rændu
Björgvin f jórum sinnum um aldamótin 1400, og Norðmenn neydd-
ust til að leigja ensk skip til að verjast þeim.
Islendingar á Grænlandi dóu út, því Norðinenn liættu að senda
þeim Grænlandsknörinn einu sinni árlega. íslendingar á Islandi
mundu ekki liafa dáið út, ill ævi mundi það þó hafa verið að
fá enga kornvöru og aðrar aðfluttar nauðsynjar. En Englendingar
björguðu okkur.
Þeir réðu löguni og lofum á Islandi fram á síðasta fjórðung
15. aldar. Þá urðu Hamborgarar keppinautar þeirra. Olaus Magnus
befur mynd af sjóbardaga milli vel vopnaðra enskra og þýzkra
kaupskipa við Island í hinni miklu bók sinni um Norðurlönd,
er kom út í Róm, á latínu, 1555.
Englendingar liafa alla skipagöngu, verzlun og aðflutning i
liöndum sér, sumir eru búsettir á Islandi, ríða til alþingis og
taka þátt í flestu þar. Þeir víggirðast í virki á Vestmannaeyjuin.
Á fyrsta ríkisári Hinriks V., 1413, sendir House of Commons
(neðri málstofan) konungi bænarskrá, segja að fiskveiðar og
verzlun Englendinga á Islandi liafi byrjað fyrir 6 eða 7 árum
[íslenzkir annálar segja fiskveiðar þeirra liafi byrjað 1412] og
kvarta yfir, að útlendingar og óviðkomandi menn séu að trufla
og bindra þá þar, biðja konung að afstýra þessum ófögnuði.
Hinrik V., sem vann ótrúlegasta sigur í Englandssögu við
Azincourt og lagði undir sig Frakkland, átti allskostar við Eirík af
Pommern, en vægði honum, því bann bafði kvongast systur
Hinriks.
Að konungsskattur á íslandi bafi verið greiddur í enskuni
gullpeningum, má ráða af því, að Árni mildi, Skállioltsbiskup,
sem var um leið hirðstjóri, setur nafn sitt undir skuldabréf til
konungs á Lálandi 22. júní 1420, um að hann skuldi honum „3000
góða, gamla, enska nobila í afgjöld af Islandi, 1413—1420“. Ganil-
ir nobilar jafngiltu hálfu sterlingspundi, en aðrir nobilar einuni
þriðja sterlingspunds. Talið er, að peningagildi á 15. öld bafi
verið fertugfalt á við peningagildi 1939. Gamall nobili var 19
sliillinga virði og mun því bér vera nú um rúml. l]/2 millj. kr. upp'
bæð að ræða. Prófessor Ólafur Lárusson hefur ritað ágæta grein uin
Árna biskup inilda í síðasta Skírni. Heldur hann, „að skuldin