Eimreiðin - 01.10.1949, Page 22
258
GESTUR
eimreiðin
6vala þorstanum. Ungi maðurinn grúfði sig ofan í makka hans,
grét með þungum ekka. En hinn mállausi vinur sýndi honum
falslausa samiið.
Á næsta sumri liófst barátta unga mannsins við hvíta dauðann.
Þá urðu þeir, vinirnir, að skilja. Skilnaðarstundin var þungbær.
En pilturinn Idakkaði til endurfundanna, — hann kom Gesti í
fóstur, en lagði það jafnframt fyrir, að ef liann ætti ekki aftur-
kvæmt frá Vífilsstöðum, þá yrði hesturinn látinn falla — svo
að þeir fylgdust að yfir móðuna miklu.
Nokkrum árum seinna skrifaði hreppsnefndaroddvitinn fjarska
elskulegt bréf í tilefni af því, að Gestur liafði orðið fyrir slysi-
Kvaðst bréfritarinn liafa fyrirskipað, í nafni mannúðarinnar, að
hestinum væri fargað. Það var myrkur í vitund sjúklingsins lengi
á eftir. Dauðinn var lionum kærari en áður. En lífsþróttur hans
vann sigur.
Þegar liann kom aftur lieim í sveitina sína, fór hann inn í
afdalinn, gekk um niðurfallnar húsatættur, lét hugann dvelja
við minningar, bæði ljúfar og sárar, sem tengdar vorn við bernsku-
stöðvarnar, þar sem liver steinn og þúfa voru gamlir kunningjar.
En þarna var víða orðið skarð fyrir skildi: sauðkindurnar lians
liorfnar úr liögum og liófasláttur bezta vinarins hljóðnaður á
hörðu valllendisbökkunum við silfurtæru bergvatnsána.
Það var tilviljun, að ungi maðurinn varð lieyrnarvottur að
samtali tveggja málkunningja sinna. Þá komst liann að því, að
liann hafði verið blekktur: örlög Gests voru önnur en honum
liafði áður verið tjáð.
Hreppsnefndaroddvitinn liafði slegið eign sinni á liestinn gegn
einhverju smánargjaldi í lireppssjóðinn. Og eitt liaustkvöld hafði
hann komið heim eftir miskunnarlausa þeysireið. Þá var sagt,
að Gesti hefði verið brugðið. Oddvitinn var drukkinn og í fxihi
skapi. 1 tröðunum sleppti hann hestinum, sem liljóp þreytulega
frá honum með glefsandi liunda í liælunum.
Nóttin var köld, gekk á með blotahryðjur.
Þá nótt ofkældist Gestur.
Hann var brjóstveikur um veturinn, þjáðist af liósta og mæði.
Var lengi tvísýnt um líf hans. Hann var hankaður í hrjóstið, til
að ná út vondum vessum, — og ýmsar aðrar káklækningar voru
reyndar.