Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Side 25

Eimreiðin - 01.10.1949, Side 25
eimreiðin HVORT MANST ÞÚ? 261 fossaði um gljúfur og grundir og geysaSist út í sjó. — Og nú er sem daiióinn drúpi. — Við drukknu'Sum bœ'öi þar. Þín ást fór aö dular-djúpi og draum minn til þagnar bar. Skuggi. Mene tekeS —. Úr „Rödd hrcpandans“. Eftir Helga Valtýsson. Vaknaðu, íslands æska, við örlaga lúðurhljóm, sem birtir um veröld víða þinn váþunga skapadóm. Hin „gunnreifa glæsimennska“ á gatnanna breiðu stétt á alheims vog er nú vegin í vinsemd —. og reyndist of létt! Hún hefur dansað við dauðann og drabhað á heljar-slóð, glatað sál sinni og guði og gleymt bæði landi og þjóð! Vaknaðu, Islands æska! Örlagastund þín er nær! Ei stoðar að flýja í felur, þótt flóttinn sé heimskum kær. Játaðu sekt þína og syndir með sorg: — Hve þitt hjarta var kalt, er gleymdi að gleðjast og þakka guði, — sem veitti þér allt! Lítt’ upp til guð-föður í lotning, sem lífsmagni gæddi þitt blóð: Bjódd’ honum hug þinn og hjarta, on hendurnar landi og þjóð!

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.