Eimreiðin - 01.10.1949, Page 27
eimreiðin
PICASSO
263
<le la Santissima Trinidad Ruíz Picasso. Þessi langa nafnaruna
er honum þó einskis virði, nema síðasta nafnið. Undir því nafni
hefur liann orðið frægur, og undir því er hann þekktur svo að
segja um allan lieim.
1 París er meira talað um Picasso en nokkurn annan lista-
•nann. Fieiri reyna að ná fundi lians, þar sem hann liefur að-
setur sitt og vinnustofur, en nokkurs annars listamanns. Hann er
heitur fjandmaður Franco-stjórnarinnar á Spáni og vann með
K'ðveldismönnum í borgarastyrjöldinni þar. Þá seldi hann myiíd-
lr5 sem honum liafði áður ekki komið til hugar að skilja nokkurn-
thna við sig, og notaði andvirði þeirra til að hjálpa stjórn lýð-
veldismanna. Hann er fljótur til að breyta um stíl í málaralist-
mm. Og liann er livikull í ástamálum. Síðasta lagskona lians
heitir Fran^oise Gillot, og fyrir tveim áruin eignaðist hann með
henni son.
Picasso lióf 15 ára gamall listnám í listaháskólanum í Barce-
Aina, og síðan var hann sendur á Ivonunglega listaháskólann í
Madrid. Honum gekk námið vel, og að loknu fullnaðarprófi árið
1900 fékk liann að fara til Parísar, þá nítján ára að aldri, og
l}ar hélt liann sýningu á verkum sínum árið 1901 og aðra árið
eftir, en livorug sú sýning vakti verulega athygli. Gagnrýnandinn
Gustave Coquiot og skáldið Max Jacoh voru meðal fyrstu og
"anustu vina lians í París. En liann eignaðist fljótt fleiri álirifa-
r<ka vini, svo sem ritliöfundana Cocteau, Appolinaire og Gertrude
Stein og málarana Braque, Derain, Matisse, Rousseau og Marie
Laurencin. Smám saman jókst frægð Piocasos, og liagur lians
batnaði. Hann gekk um þessar mundir að eiga rússnesku dans-
‘neyna Olgu Koklova.
Listdómendur liafa skipt þróunarferli Picassos í stig eða tíma-
^<1 eftir einkennum listar hans í hvert skipti. Þannig er talað um
Llánia-tímabilið, rósalita-tímabilið, klassíska tímabilið, negra-tíma-
hilið, beina-tímabilið, surrealista-tímabilið, litglerja-tímabilið o.
s. frv.
Myndirnar frá bláma- og róslita-tímabilinu í þróunarferli
Licassos eru þær myndir lians, sem flestir hafa dáð mest. Bláma-
tlr»abilið liefst, þegar liann er tvítugur að aldri. Hann er þá
búinn að dvelja nokkur ár í París og hrífst mest af málurunum
Legas og Puvis de Chavannes, sem málaði dapurlegar myndir í