Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Page 34

Eimreiðin - 01.10.1949, Page 34
ETMHEIÐIN Trýnaveður. — Frásaga Úlfs Uggasonar. — Ekki þarf Úlfi að lýsa. Hann er eins og fólk er flest. Þar aS auk þjóðkunnur. Ættir sínar gæti hann eflaust rakið um Efldu Snorra út til landnámsmanna í gegnum kóngakynið, þetta eitt- hvað ofan við þrítugasta liðinn. Þaðan alla leið upp í Óðin al- föður og aðra stór-guði. Ekki meir um ættina. „Ósköp er állinn lífseigur!“ sagði Ulfur Uggason. „Ég er svo aldeilis liissa!“ „Segðu mér nú eitthvað af þinni sögulegustu veiðiför“, sagði ég. Við vorum setztir inn í liorn á viðkunnanlegri veitingastofu, tveir einir. Höfðum fengið hressingu. Vorum að ræða um veiði- skap. Fátt var um fína gesti. Fór vel um okkur. — Afkróaðir innst í skoti. „Ósköp er állinn lífseigur!“ endurtók maðurinn. Þetta var eins og andvarp eða innibyrgð stuna. „Þú hefur alla þína ævi veiðimaður verið!“ sagði ég. „Víst hef ég veiðimaður verið, frá því fyrst ég man“. „Hvers vegna vilja menn veiða?“ spurði ég. Þá mælti Ulfur: „Það er nú þrautin, jiessu að svara: Sjálfsbjargarviðleitni, eðlis- livöt, ánægja, „sport“, íþrótt, eða livað það kallast eitt sér, eða allt í sameiningu. Þetta er ein allslierjarkeðja, upp og niður, endalaust, milli óteljandi tegunda, er allar nærast hver á annarrar Iífi“. „Og livar lendir þetta allt að lokum?“ spurði ég. „Og allt streymir það gegnum guðina“, sagði Ulfur Uggason. „Spurðu þá! Þeir einir hafa af þessu öllu saman hæði soð og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.