Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Síða 38

Eimreiðin - 01.10.1949, Síða 38
274 TRÝNAVEÐUR EIMREIÐIN efldir og liráslagalegir með inngröfnum klettaskútum, nöguðum, sorfnum og sleiktum af liöggum og hrannaslögum síólgandi úl- hafsins. Lækjarspræna rann þar niður úr dalverpinu og fyssaðist fram af bökkunum niður í fjörugrjótið. Verbúðirnar hníptu uppx á bökkunum, beggja megin lækjarsprænunnar, og sjávargatan mjög ógreiðfær upp snarbratt einstigi. Refir áttu greni beggja megin borunnar og voru alltaf á þönum að afla sér fanga. Undir bökkunum í skjóli klettaskvita, en þó á opnu svæði, var fiskurinn saltaður. Heilagfiski og steinbítur var að mestu þurrkað og bert og borið upp á bakkana. Þar hafði verið hróflað saman hengihjalli af rekaviði. Ekki er liægt að hugsa sér óhugnanlegri aðstöðu, ellegar þá þrælslegri. Engar kröfur til þæginda, menn þekktu ekki annað betra. Fyrstu mótorbátarnir voru þá að vísu komnir á Eyrar (0: Vatneyri og Geirseyri), ógurlegir skelli- kjaftar, alltaf að bila. Þetta var seinna vorið, sem ég var hálfdrættingur í Láturdal, vorið 1908, að sagan gerðist. Ég var þá aðeins ellefu ára, lang- samlega of ungur og óþroskaður til að eiga í því ógnar harðræði, en þó farinn að bögglast við að yrkja, allur í draumórum og flaut sofandi flesta daga. Oft var líðan mín átakanleg, einkum fyrra vorið, er ég var aðeins tíu ára. Maturinn þurrmeti: brauð og kæfa og srnér, sjaldan soðning. Kolsvart rótarkaffi með kandís. Mikið var ég máttlaus og lystarlaus, mikið bauð mér við kaff- inu, og mikið langaði mig í mjólk. Sýrublandan lielzta liuggunin. Aldrei hafður matarbiti með á sjóinn, bara blöndukúturinn. Oft voru miklar vökur, þegar gæftir vorxt góðar, og róið á nóttum. Oft var ég alveg úrvinda og nær dauða en lífi. Þó verið væri með línu, var ég samt oft úti með mitt færi og var fiskinn, svo lítill munur var á mínu hálfdrætti og hásetahlutnum, en mjótt var stundum milli lianda og ekki rösklega dregið. Kölluðu þeir það „að mjólka tík“, liásetamir. „Fallega mjólkar hann tíkina núna, sá Iitli“, sögðu hásetarnir. „Alltaf kemur liann þó með eitthvað upp á endanum“, sagði formaðurinn. „Það verður þó ekki alltaf sagt um okkur hina“. Fiskisælt var þarna við Blakknesröstina, en straumþung verður hún oft og úfin, og gefur þá lítið eftir systur sinni, Látraröst. Þegar ég var á nóttunni, máttlaus og dauðsyfjaður, að fara í lýsisborna sjóbrókina, til að róa, þá kúg- aðist ég svo af viðbjóði, að gekk upp úr mér grænt gallið, en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.