Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1949, Side 52

Eimreiðin - 01.10.1949, Side 52
288 NÝJAR UPPGÖTVANIR UM ATLANTIS EIMREIÐIN sjórinn verið 3000 til 6000 metrum grynnri en hann er nú. En liafi sjórinn einhverntíma verið þetta miklu grynnri en nú, þá veldur það nokkurri furðu, hvernig yfirborð sjávarins hefur getað hækkað á svo tiltölulega stuttu tímabili jarðsögunnar, og til orðið það geysi- lega vatnsmagn, sem þetta 3000—6000 inetra djúpa fjöruborð alh'a hafa linattarins rúmar. Hin skýringin er miklu skiljanlegri, að þetta land liafi sokkið í sæ, einkum þar sem sannað er, að geysileg eldsumbrot, jarðskjálftar og hraunflóð liafa orðið á neðansjávar- hrygg þeim, þar sem þessi fjörubotnsfyrirbrigði liafa verið könn- uð. Leiðangursmenn tóku 25 sýnishorn af fjörusandslögunum 1 botnmælitæki sín og rannsökuðu vandlega. Þeir tóku og neðan- sjávarljósmyndir á miklu dýpi og mældu með rata-tækjum, hvort basalt eða granít myndu vera aðalsteintegundirnar í neðansjávaf- fjöllum Atlant-liryggsins, og er þessum rannsóknum enn ekki lokið. Á rannsóknaferðum með skipinu „Atlantis“ hefur nú verið kannað 60 þúsund mílna langt botnsvæði af neðansjávarlirygr Atlantshafsins. Svæði þetta liefur verið kortlagt, svo að tindar, liæðir, fjöll og dalir þessara neðansjávarlieima er þar skýrt af- markað. Fjöldi eldfjalla, bæði útdauðra og enn gjósandi, eru a víð og dreif um þetta svæði og fjöldamörg hraunflóð hafa þar myndast á liðnum öldum. Hæstu tindarnir á þessum neðansjavar- hrygg eru yfir 10000 fet á hæð, og skaga örfáir þeirra enn upp úr yfirborði sjávar, svo sem Azoreyjarnar vestur af Portúgaf En á þeim slóðum er Atlantshryggurinn einna breiðastur. Það eru sömu slóðirnar og prestaöldungurinn egypzki greim1 frá í sögninni, sem gríski heimspekingurinn Plató skráði fjórum öldum fyrir Krists burð, sögninni um Atlantis, meginlandið mikla’ sem sökk í sæ. Sv. S.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.