Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 25

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 25
eimreiðin VIÐ ÞJÖÐVEGINN 5 greinum í blöðum landsins. Það var merkilegur Hálfrar aldar áfangi í sjálfstæðisbaráttu vorri, sem náðist 1. heimastjórn. febrúar 1904, er íslenzkur ráðherra, sem bar ábyrgð gagnvart alþingi, og með aðsetri í Reykjavík, setti hér á stofn ráðuneyti, Stjórnarráð íslands, al- íslenzka stofnun, er síðan hefur starfað, aukizt og margfaldazt, í sjón og reynd. En sú mikla útþensla og bólga, sem hlaupið hefur * stjórnarkerfi landsins þessa hálfa öld, hefur að mörgu leyti reynzt öfugþróun. Það leið ekki á löngu, að ráðherrarnir yrðu þrír og síðar enn fleiri, hafa nú um nokkurt skeið verið sex, og sumir spá enn aukningu. Að sama skapi hefur öðru embættis- mannaliði fjölgað. Sigurður heitinn Þórðarson, fyrrv. sýslumaður, taldi í „Nýja sáttmála" sínum, rúmum tuttugu árum eftir að ^yrsti innlendi ráðherrann hóf starf sitt, að þá væri búið að koma upp 17—18 hundruð manna herliði af embættismönnum, sem færi sífjölgandi, og þótti að vonum stefna til stórvandræða fyrir vora iitlu þjóð. Hvað mundi hann segja, gæti hann litið upp úr gröf sinni nú, á því herrans ári 1954? Síðan hefur ekki aðeins föstum embættismönnum stórfjölgað, heldur er nú heimastjórn vor búin að færa út kvíarnar þannig, að vér erum nú orðnir þátttakendur, með ærnum kostnaði, í alls konar erlendum ráðum, auk allra sendiráðanna, og höfum tekið á oss þær skyldur, sem hætt er við, að erfitt reynist að uppfylla. Er þátttaka vor í alls konar alþjóða- fáðum, kongressum og kjaftaþingum orðin svo víðtæk, að miklu fneir líkist því, að vér værum stórveldi en kotríki. ísland er aðili að Sameinuðu þjóðunum og Atlantshafsbandalaginu og ber að standa þar við skuldbindingar sínar í einu og öllu. Ætla mætti nú, að þátttaka vor í þessum tveimur samtökum hefði átt að n*gja. En það var nú ekki aldeilis ætlunin. Síðan erum vér orðnir sðilar að Evrópuráði, Norðurlandaráði og hver veit hverju! Það 9*ti verið fróðlegt fyrir fólkið í landinu að fá að heyra skýrt °9 skorinort frá því greint, hvaða gagn vér hefðum haft af öllum Þessum oflátungshætti í utanríkismálum. Vér erum sem sé ekkert stórveldi, og engin ástæða til fyrir oss að reyna að lafa hvar- vetna með, því að þar er enginn kenndur, sem hann kemur ekki. Og hætt er við, að þátttaka vor í öllum ráðunum og þingunum undanfarið hafi ekki alltaf orðið oss til sérlegrar sæmdar eða 9agns. Það væri sannarlega sú bezta gjöf, sem þing og stjórn 9æti gefið þegnunum, á þessum hálfrar aldar tímamótum frá því að fyrsti íslenzki ráðherrann tók til starfa, að stíga á stokk og strengja þess heit að fullnægja að vísu skuldbindingum vorum við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.