Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Síða 28

Eimreiðin - 01.01.1954, Síða 28
8 VIÐ ÞJÓÐVEGINN eimreiðin bregða, fremur en Hákon Nesjamaður, er hann gerði hið sama með fulltingi Jörundar hundadagakóngs, svo sem Þorsteinn Er- lingsson lýsir í kvæði sínu. En hér kom ekki einu sinni neitt hundadagakóngsleyfi til, enda hafa Danir hér sýnt, að þeir eru skjótráðir og hiklausir, og mættum vér margt af þeim læra í því efni. Undirtektir brezkra stjórnarvalda og brezkra togara-útgerðar- manna við útfærslu fiskifriðunarlínunnar umhverfis ísland hafa orðið vatn á myllu þeirra tiltölulega fáu hér FiskifriSunar- á landi, sem vilja gera mikið úr og halda á línan og Bretar. lofti brezkri ágengni. Því miður hefur brezk framkoma í þessu máli gert þeim erfitt fyrir um varnir hér heima, sem hafa hingað til trúað á og túlkað réttlætiskennd og heiðarleik brezka heims- veldisins í viðskiptum við smáþjóðir. Hitt er vart að undra, þó að brezkir togaraútgerðarmenn hafi í þessu máli afhjúpað sína ofbeldishneigð undir fölsku yfirskini. Þeir menn, sem eru svo uppblásnir af stórmennsku, að þeir telja sig hina einu réttu aðila í milliríkjamáli, af því að það snertir hagsmuni þeirra, eru ekki líklegir til að vekja virðingu eða skapa traust mótaðilans. Það, sem vekur furðu hér heima, er, að sjálf brezka stjórnin virðist vera að reyna að láta líta svo út, sem íslendingar hafi framið eitthvert glapræði með gjörðum sínum í þessu máli. Hún telur sig vilja gefa íslenzku stjórninni tækifæri til að bæta fyrir þetta glapræði, með því að hefjast handa um að semja af sér það, sem búið er að ákveða á lögformlegan hátt. En íslendingar vilja ekki bæta ráð sitt né tala við brezku stjórnina, segir hún sjálf. Þannig er skýrt frá því í „Fishing News“ 5. febrúar þ. á., að þegar Hector Hughes, þingmaður frá Aberdeen, spurðist fyrir um, hvað gengi í málinu, hafi Dodds-Parker, aðstoðarutanríkis- ráðherra, svarað á þessa leið: „Stjórn hennar hátignar er óðf ús á að ganga til samninga, en íslenzka stjórnin hefur til þessa verið ó f ú s á að ræða fiskveiðitakmörk þau, sem hún hefur verið að reyna að setja." Svo mörg eru þau orð. Landhelgismálið á sér langa sögu og ekki ófróðlega. Árið 1901 gerðu Danir samning við Breta um fiskveiðitakmörk umhverfis Island, að íslendingum algerlega forspurðum og án þeirra sam- þykkis, enda töldu Danir sig hina einu réttu samningsaðila fyrir íslands hönd í þessu máli sem öðrum. Samningur þessi var óupp- segjanlegur í hálfa öld, en haustið 1949 tilkynnti íslenzka ríkis-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.