Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Side 29

Eimreiðin - 01.01.1954, Side 29
EIMREIÐIN VIÐ ÞJÓÐVEGINN 9 stjórnin brezku stjórninni, að samningnum væri sagt upp jafn- skjótt og sarnningstíminn væri útrunninn. Bretar vildu fá nýjan samning eða öllu heldur hinn gamla framlengdan, en samkomu- ,a9 náðist ekki, og féll því landhelgissamningurinn svonefndi frá 1901 úr gildi 3. október 1951. Um sama leyti stóð yfir málarekstur fyrir Alþjóðadómstólnum 1 Haag í landhelgisdeilu Breta og Norðmanna, og taldi íslenzka stjórnin því rétt að bíða úrslita í þeirri deilu, áður en hún tæki end- anlega ákvörðun um framtíðarskipulag fiskveiðitakmarka hér. Með Þetta fyrir augum var t. d. reglugerð sú um bann við botnvörpu- °9 dragnótaveiðum innan 4 mílna takmarka fyrir Norðurlandi, sem sett var í apríl 1950, ekki látin ná til brezkra skipa. Þegar svo dómur féll í landhelgisdeilu Norðmanna og Breta, í dezember 1951, á þá lund, að viðurkenndur var réttur Norðmanna til 4 mílna landhelgislínu, sem dregin væri fyrir firði og flóa, tilkynnti íslenzka stjórnin Bretum, að hún teldi sig hafa rétt til að stækka friðunarsvæðið, og vildu þá Bretar fá okkur til að semja um málið. En enginn sá samningsgrundvöilur náðist, sem íslenzka stjórnin taldi hægt að byggja á. Þegar samningsleiðin reyndist lokuð, gaf íslenzka stjórnin út reglugerð, 19. marz 1952, um verndun fiskimiða umhverfis ísland. í þessari reglugerð er svo ákveðið, að allar botnvörpu- og drag- nótaveiðar umhverfis ísland innan línu, sem dregin er 4 sjómílur fpá yztu annesjum, eyjum eða skerjum og þvert fyrir mynni flóa °g fjarða, skuli bannaðar. Mótmæli bárust þegar frá brezku stjórn- 'nni, og fóru orðsendingar á milli, en án árangurs, og gekk reglu- gerðin í gildi 15. maí 1952. Nú skyldi maður ætla, að brezka stjórnin legði mál þetta fyrir ^lþjóðadómstólinn í Haag, hafi hún verið svo viss í sinni sök, sem hún lét, um að íslendingar færu með rangt mál og lögleysu. En svo hefur þó ekki reynzt, og eftir öllum sólarmerkjum að ^sma, virðist brezka stjórnin ófús á að leggja málið í dóm. Hins vegar hefur hún viljað þvæla íslenzku stjórninni út í samninga- 'Þakk og jafnframt látið það viðgangast, að ekki sé sagt, ýtt undir Það, að brezkir togaraeigendur beittu íslenzka útgerð ofbeldi með Því að koma í veg fyrir sölu hennar á ísfiski í brezkum höfnum. Ep saga þeirra aðgerða öll hin fáránlegasta, og hafa bolabrögð t*pezkra útgerðarmanna í því máli varpað heldur ófögrum blæ á einlægnina í hjalinu um samvinnu þjóða og gagnkvæm viðskipti, enda álitamál hvort löndunarbannið, sem að vísu hefur ekki tekizt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.