Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 31

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 31
EIMREIÐIN VIÐ ÞJÓÐVEGINN 11 áður með brezkum útgerðarmönnum, en móti hinum íslenzka mál- stað, segir í greininni. Svo bætir greinarhöfundur því við, að fs- !endingar megi ekki láta blekkjast af því, þó að sum víðlesin brezk blöð hafi stutt Dawson í viðleitni hans. Það var hvorki af því að Þau tryðu á Dawson eða teldu málstað íslands réttan. Virðist höfundurinn helzt álíta, að fyrirbrigðið Dawson og máistaður ís- lands sé það sama! Þá er tekið að ræða afstöðu brezkra togaraskipstjóra, sem segjast geta búizt við því að verða skotnir niður, með skipi og áhöfn, af íslenzkum varðskipum á miðum, sem þeir hafi fiskað a í hálfa öld eða meir, og verið alþjóðamið. Þetta séu þau örlög, sem þeir menn megi nú búast við, sem hættu lífi sínu á kaup- skipaflota Breta í síðustu styrjöld. Aftur á móti megi erlendir ^ogarar allra þjóða fiska á brezkum miðum áreitnislaust. Já, mikill er nú munurinn! Og togaraskipstjórarnir tala um að vopna tog- arana og berjast til þrautar — fyrir lífinu og landhelginni. Þeir eru vanir að standa andspænis ógnum og erfiðleikum, sem land- ki'abbarnir hafa ekkert af að segja. Greinarhöfundurinn álítur þó, að undir niðri telji þeir ekki rétt af brezka heimsveldinu að beita vopnavaldi. Að hans áliti virðist aðferðin ekki beinlínis falla inn í friðarsönginn og samvinnuhjalið a þingum Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafsbandalagsins og ann- arra samtaka vestrænna þjóða, eða hvað? En vér komumst ekki ^já að umgangast íslendinginn, bætir hann við. Hann er nú einu s'nni þarna, þar sem hann er, og er fyrir okkur. En ekki er ein báran stök. Hér kemur einnig Bandaríkjadollar- ■nn við sögu, því að höf. segir orðrétt: >,Því miður fyrir þá, sem eru að reyna að leysa deiluna og trúa a það, að íslendingar eigi að vinna sjálfir fyrir sér að svo miklu leyti sem unnt er, þá virðist sem takmarkalausar birgðir dollara séu fyrir hendi á íslandi. Dollarinn er að gerbreyta öllum lifnaðar- háttum í landinu. Þó er íslenzka ríkið ennþá ofan á, og vilji það halda áfram að vera það, þá verður það að selja fisk sinn á hrezkum markaði. Eða æskir ísland þess virkilega, að verða eitt ri’kið í Bandaríkjum Norður-Ameríku? Það getur haldið fjárhags- legu frelsi sínu, ef það er reiðubúið til að beygja sig, eins og allar þjóðir verða að gera, ef þær ætla sér að lifa í vinsamlegum tengsl- Urri við nágrannaþjóðirnar, og þá fyrst og fremst viðskiptaþjóðir sinar. Og það getur hjálpað að trúa því, að viðskiptavinurinn hafi stundum rétt fyrir sér.“ Þessi klausa opinberar mjög svo greinilega hugsunarhátt margra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.