Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 41

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 41
EIMREIÐIN ÖRFLEYGAR STUNDIR 21 Sangan seint. En Jóhannes hleypur eins léttilega og héri °fan á snjónum og er fljótlega kominn í námunda við hinn hægfara hóp. Nóttin ber öll einkenni hinna fyrstu vornótta. Gegnum Ijósar skýjaslæður varpar fullur máni fölu Ijósi yfir landið. Jóhannes læðist léttilega og varkár eins og mús, því að hann °ttast, að komi hermennirnir auga á hann, þá muni þeir skjóta. Hópurinn nemur staðar í eyðilegu, skóglausu mýrlendinu. Enginn tekur eftir litla skugganum, sem laumast varlega bak við þúfur og rótartægjur. Hermennirnir skipa sér í röð og grípa byssur sínar úr axlafetunum. Fyrirliðinn dregur skammbyssu úr leðurhylki sinu og hrópar: ..Til starfa — og fljótir nú! Mokið snjónum burt!“ Fangarnir grípa skóflurnar. Litli maðurinn skríkir kyn- ie§a. Sumir hinna reka einnig upp undarleg hljóð. Aðrir Hða til eins og þeir ætli að detta. Samt reyna þeir allir að moka burt snjónum, því að rödd fyrirliðans dynur á þeim eins og svipuhögg. Fangarnir hreinsa snjóinn af stórum rétthyrndum fleti á Dörðunni, en hermennirnir horfa á, með riffla sína í handar- krikunum. Villi og Reijonen taka járnkarla og hefja að Pjakka ofan í grassvörðinn. Gödduð jörðin er hörð eins og steinn. Smáflísar hrökkva upp í loftið undan járnunum. Sumir grafararnir eiga erfitt með að standa á fótunum og Sjóta augunum til hermannanna. öðru hvoru missir einhver fanganna áhaldið úr höndum sér. Þær virðast missa máttinn við þessi síðustu erfiðis-átök. Fyrirliðinn hallast upp að rótarbing. Jóhannes er svo ná- iaegt honum, að hann hefði getað snert stígvélin hans. Hann heyrir fyrirliðann tauta lágt fyrir munni sér: >,Það er þokkalegt verk, sem maður stendur í hér, eða hitt t>ó heldur---------. Fjandinn hafi það allt saman----------.“ I sama vetfangi sveiflar hann byssu sinni og öskrar: „Herðið ykkur, piltar! Áfram nú og komið verkinu af sem skjótast!“ Fangarnir keppast við. Þeir, sem varla geta staðið, taka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.