Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Síða 42

Eimreiðin - 01.01.1954, Síða 42
22 ÖRFLEYGAR STUNDIR eimreiðin meira að segja að pjakka með járnkörlum í jörðina. Maður- inn með skammbyssuna knýr þá áfram, eins og ósveigjanleg örlögin. Villi og Reijonen vinna eins og þaulvanir verkamenn. Högg þeirra eru hnitmiðuð og samstillt, — og þeir kunna tökin á verkfærunum. En aðrir, sem líta út fyrir að vera borgar- búar, höggva klaufalega og hitta aldrei í sömu förin. En fleinarnir titra við höggin, svo að í þeim syngur eins og í tónkvísl. Hægt og hægt lætur þó frosinn grassvörðurinn undan. Einn hermannanna vill reyna að hjálpa til, en fyrirliðinn skipar honum að fara aftur á sinn stað. „Hún er hörð viðkomu, blessuð fósturjörðin, það má nú segja, hún býður okkur ekki aldeilis velkomna með opnum örmum,“ tautar Reijonen gamli. Jóhannes heyrir Villa segja: „Við skulum herða okkur, drengir, og lúka þessu. Það er okkar síðasta verk.“ „Já, tökum fast á og lúkum verkinu! Það hefur alltaf verið okkar orðtak,“ segir Reijonen. „En syngdu þá eitthvað fyrir okkur, Juvonen. Mundu, að það hefur verið og er þitt hlut- verk.“ Jóhannes hefur oft heyrt Juvonen syngja fyrir þessa menn og aðra áður, er þeir voru að skurðgrefti, viðarflutningum eða öðrum störfum. Þá unnu allir saman af kappi í takt við sönginn. Stóri bróðir hafði stundum sagt, að vinnan yrði mönnum léttari með því að syngja, og Juvonen var ætíð forsöngvarinn, þó að stundum væri ekki hægt annað en hlæja að honum, þegar hann sleppti úr köflum og skaut inn í staðinn einhverjum skringilegheitum frá sjálfum sér. Sumir þessir söngvar Juvonens voru líka þess eðlis, að Jóhannesi var bannað að hlusta á þá. Nú vindur Juvonen sér fimlega upp á snjóskafl og tekur að syngja með hægu hljóðfalli: Hei ju ja junttan po, kiri kiri, paukumme oottaa jo .... Járnkarlarnir taka að lyftast og falla í takt við sönginn, og svo er sem ömurleg staðreyndin um tilgang verksins sé
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.