Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Qupperneq 50

Eimreiðin - 01.01.1954, Qupperneq 50
30 Á HIMBRIMA-SLÓÐUM eimreiðiN að tjalda, kemur svanur fljúgandi úr austurátt og stefnir út á vatnið. Hélt ég þegar, að hann myndi setjast, en ekki varð þó af því, heldur beygir hann til suðurs og hefur upp glymjandi söng-kall sitt, og er honum samstundis svarað af álftahjónum, er sitja á vatninu með unga sína, en um leið og samsöngur þeirra hættir, hefur himbrimi kvöldljóð sín. Hugsa ég með mér, að ég skuli hafa tal af honum seinna í nótt, því að um svefn er ekki að ræða þessa fögru sumarnótt. Svanurinn snýr við og flýgur sömu leið til baka. Þetta hefur aðeins verið kurteisisheimsókn til hjónanna á vatninu. Nú er tjaldið komið upp, og brátt fer að suða í prímusnum, og eftir stutta stund er ég búinn að elda ágætis mjólkurgraut með rúsínum. Kaffið hita ég seinna, því að nú er ekki til langrar setu boðið inni í tjaldi. Fuglarnir hafa lokið kvöldljóðum sínum og búast nú til svefns örstutta stund um lágnættið. Þegar ég kem út úr tjaldinu, birtist sólin eins og eldhnöttur rétt fyrir ofan sjóndeildarhring og bregður gullinblæju sinni yfir landið og vatnið. Miðnæturstund- in er hnigin. Ég hef fengið ósk mína uppfyllta. Hér andar guðs blær, og heilög kyrrðin ríkir yfir öllu. Ég geng afar hægt suður vatnsbakkann, því að ég veit, að í hverjum runni sofa litlar ungamæður og breiða vængi sína yfir fjóra smáa unga. Svefn þeirra er ekki langur, og þarf því allt að vera hljótt og kyrrt. Ég sezt niður fremst á bakkann og hef því gott útsýni yfir vatnið. 1 fjörunni sé ég sitja fjóra sundhana, alla með kollinn undir vængnum, og skammt frá landi er hrafnsönd með tvo unga á bakinu, en hinir þrýsta sér upp að henni. Lengra úti á vatninu eru svanahjónin, en nú hefur miðnætursólin sveipað þau gullin- blæju sinni, svo að til að sjá líkjast þau dularverum úr öðrum heimi. Hér við vatnið eru tvenns konar verur, sem bágt eiga með að þegja. Það eru sundhanarnir og hunangsflugan. En nú í svipinn er allt kyrrt og hljótt, og þessar litlu verur láta ekkert á sér bæra. En tíminn líður fljótt, og hin rósfingraða morgun- gyðja rennir fram vagni sínum í fullum ljóma og vekur allt til lífsins með ljúfum tóniun sinmn. Það er eins og sundhanarnir hafi verið snortnir töfrasprota: Þeir lyftast upp úr fjörunni og fljúga fram á vatnið, og er aðal-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.