Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 51

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 51
eimreiðin Á HIMBRIMA-SLÓÐUM 31 unitalsefni þeirra, að nú muni þeir hafa sofið of lengi! Hun- angsfluga flýgur framhjá mér. Dagsverk hennar er hafið, og daginn á enda flýgur hún suðandi á milli blómanna og safnar hunangi og vaxi i búið. Nú er gott að fara í heimsókn til himbrimans. Hann hefur enn ekki hafið morgunljóð sín, og er því ekki annað en að biðja hann um eitt lag. Ég geng norður bakkann og sé, hvar hann er nálægt litlum hólma í vatninu, og sé ég þegar á hreyfingum l'ans, að konan hans muni liggja á eggjum í hólmanum. Og seu ungar komnir úr eggjunum, mun bezt fyrir hvern og einn að koma þar ekki of nærri heimilinu! Ég sezt niður við fagran gulvíðirunna og kalla til hans á hans eigin máli. Er mér óðar svarað, en það er eins og sársauki í röddinni. Ég skil þegar, hvað fyrir honum vakir. Uppi í hólmanum litla er konan hans rneð tvo smáa unga, og nú biður hann mig að lofa þeim að Vera í friði. — Já, vinurinn minn góði, segi ég við hann. — Ekki kom ég hingað til þess að ræna saklausar ungamæður, heldur til að dveljast eina júlínótt hjá ykkur við heiðavatnið bjarta, hejTa ykkur syngja og sjá miðnætursólina sveipa landið gullinblæjunni sinni fögru. Ég hef fengið ósk mína uppfyllta. — Við skiptumst á kveðjum, og ég held áfram göngu minni. III. Fyrstu kynni mín af himbrima stafa frá þeim árum, er ég Var vinnumaður að Kálfaströnd við Mývatn. Höfðu þá him- brimahjón haldið þar til árum saman á litlum hólma í Norður- vogunum. Gat enginn sagt með neinni vissu, hvenær landnám þetta hefði fyrst hafizt. Hafði ég heyrt þess getið löngu áður en ég kom þangað. Himbrimahjón þessi voru að öllum jafnaði mjög dagfarsprúð, þótt út af því gæti brugðið, væri komið of nærri ungum þeirra, °g mun vikið að því síðar. Notaði ég allar þær stundir,. er ég mátti um frjálst höfuð strjúka, til að kynnast hjónum þessum. Komst ég brátt að því, að þau voru mjög forvitin og málgefin, ef svo mætti að orði kveða. Fór ég þá í felur eins nærri þeim °g við varð komið, og hermdi síðan eftir þeim hljóð þeirra og hjal. Og það brást aldrei, að mér væri svarað. Kom steggurinn °ft hraðsyndandi til að grennslast eftir, hvað um væri að vera,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.