Eimreiðin - 01.01.1954, Síða 54
34
HEIMÞRÁ JARÐARBARNSINS
eimreiðin
og virtist allt vera geldfugl. Er þeir alloft rifust um ætið, murtu
og smásilung, ráku þeir upp sams konar ægileg óp og öskur
og himbrimahjónin forðum á Mývatni. Óhljóð þessi eru því
heróp himbrimans og hótanir, en ekki „ástaljóð“ hans, eins og
Bjarni Sæmundsson hefur eftir einhverjum í hinni merku bók
sinni „Fuglarnir“. Að öðru leyti er þar skýr og greinagóð lýsing
á himbrimanum, útliti hans og háttum.
Guðni Sigurðsson.
*
Heimþrá jarðarbarnsins.
Þegar velrinum hallar og vorið er nœr,
þá vex hún, mín staðbunrlna j)rá:
a'ð hrista af mér rykið, sem heimsborgin slœr,
og heimkynnin nyrðra að sjá,
}>ar sem úthafið, víðfeðmt, við annesin hrjóstrugu Ijómar,
þar sem innfjarða liávellukliðurinn samstilltur ómar,
þar sem útsýnistignin um öræfin, fjarlæg og blá,
fyllir ósjálfrátt þögulli lotning, sem heilagir (lómar.
Þar sem árröðull mánuð frá uppheima dýrð
sig aldregi vœtir í lá,
er hreinskilni fólksins við heiðríkju skýrð
og hjálpsemin friðstóli á.
Þangað hvarf eg frá þrautum, er hvarvetna lokaðist sundið,
og þar hef eg í mjúklátri kyrrðinni sjálfan mig fundið.
Þar er starfssvið mitt, laðandi, helgað af alþjóðar önn,
— samt með órofa tryggðum við norðursins víðáttu bundið.
Guðm. Þorsteinsson frá Lundi.