Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Side 58

Eimreiðin - 01.01.1954, Side 58
38 UNGVERSKAR RÓKMENNTIR eimreiðin sínum og óvæginn í mannlýsingum, svo að nálgast mannhatur. Enn lengra í því efni gengu þó sumir aðrir ungverskir höfundar þessa tímabils, svo sem Jon Vajda (1827—1897), sem er fullur öfga, beiskju og vonleysis í skáldskap sínum og þjáðist af sjúk- legri þörf til að sýna allt það ljótasta og lægsta í manneðlinu. Árið 1908 hóf nýtt tímarit göngu sína í Ungverjalandi undir nafninu Vesturlönd (Nyngat). Eins og nafnið bendir til túlkaði það einkum bókmenntastefnur frá Vestur-Evrópu, enda voru höf- undar þeir, er í það rituðu, meira og minna lærisveinar enskra, þýzkra og franskra rithöfunda eða höfðu orðið fyrir áhrifum frá þeim. Kunnastir þeirra, sem stóðu að stofnun þessa tímarits, voru skáldin Andrew Ady, Michael Babits, Frederick Korinthy og Sigis- mund Móricz. Sá síðastnefndi var þeirra áhrifaríkastur og réðist í sögum sínum af mikilli hörku á ungverska aðalinn fyrir meðferð hans á bændastéttinni, sem hann lýsir átakanlega. Þekktasta leikritaskáld Ungverja frá tímabilinu 1900—1918 er Ferenc Molnár. Hann samdi leikrit, sem leikin hafa verið um öll Vesturlönd og einnig austur í Asíu, svo sem í Japan. Fyrri heimsstyrjöldinni lauk illa fyrir Ungverjaland, því eftir skammvinna stjómarsamvinnu milh borgaraflokkanna og jafnað- armanna, sem stofnað var til árið 1918, náðu kommúnistar stjóm- artaumunum í fjóra mánuði, en síðan tók við hálf-fasistisk stjóm með einræðisherrann Horthy í forsæti. Einræði var því komið á í Ungverjalandi, áður en Hitler komst til valda í Þýzkalandi. Ung- verskir rithöfundar á tímabilinu 1918—1950 hafa því fengizt mjög við þjóðfélagsvandamálin, þó að ekki hafi þau verið með öUu hættulaust söguefni, enda sumir orðið að flýja land fyrir rit sín. Einkum hafa hin hörðu kjör bændanna legið þessum höfundum þungt á hjarta. Þannig lýsir skáldið Jósep Darvas í skáldsögunni „Svartabrauð“, sem út kom 1934, átakanlega eymd og bágindum bændanna. Annað ungverskt skáld, Francis Móra, hefur í skáld- ritinu „Söngvar frá hveitiökrunum" lýst mjög vel lífi og kjörum bændanna fyrir og eftir fyrri heimsstyrjöldina. Rodion Markovits ritaði skáldsöguna „Fangelsisvist í Síberíu“, sem vakti mikla at- hygli og þýdd hefur verið á níu tungumál. Fjöldi annarra ung- verskra skáldsagnahöfunda hafa vakið eftirtekt fyrir sögur sínar. Meðal þeirra er skáldkonan Jolan Földes, sem vann alþjóða-bók- menntaverðlaun fyrir söguna „Veiðikattar-stræti“, sem gerist i Paris. Meðal ungverskra ljóðskálda síðustu ára eru ef til vill merkastir Ladislaus Mécs og Lawrence Szabo. Sá síðarnefndi hefur einkum orðið kunnur fyrir ljóðaþýðingar sínar úr erlendum málum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.