Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Síða 68

Eimreiðin - 01.01.1954, Síða 68
48 UM ÞJÓÐSÖGUR eimreiðin uppeldis ungum og óbornum kynslóðum sinna heimahaga, — og óhægt að hreyfa andmælum fyrst búið var að yrkja um það vís- una. Þeir í heitu löndunum þekkja þetta líka og segja því við kald- lendinginn, þegar hann kemur til þeirra og segir þeim, til að láta ljós sitt skína, einhverja fræga þjóðsögu af þeim sjálfum, sem allur heimurinn ætti að vita eftir vísdómsbókunum: „0, sei, sei! Einhver sagði þetta einhvern tíma, þegar of heitt var til að hreyfa andmælum, og þannig komst sagan á kreik." Hvort hafa góðir fræðimenn athugað, að sami ódáðagrunur og óvéfengjanlegur skyldleiki kemur fram í báðum sögunum: 1) af silfursalanum, sem Valtýr á grænni treyju átti að hafa myrt, og 2) silfursalanum og urðarbúanum, sem þeir Ari Arnalds og Bene- dikt Gíslason frá Hofteigi rituðu um á sínum tíma? í þeim skrif- um hafði Benedikt fram að færa skýrari rök og sanngjarnari en sýslumaður, að því er sumum fannst, og naut þar meiri hylli í máli sínu, og er þó fyrrv. sýslumaður Ari Arnalds mörgum að góðu kunnur sem prúðmenni og ágætis rithöfundur. Vel er líklegt, að upprunalegi flugufóturinn fyrir þjóðsögunni um Valtý á grænni treyju sé sá, að einhver ferðamaður að nafni Valtýr hafi verið á leið til Eyjólfsstaða á Héraði og orðið úti, eða ranglega sakaður um afbrot, eða líflátinn saklaus, því að á þeim árum gátu yfir- völd látið grípa umrenninga og grunaða þjófa og hengt þá eða brennimerkt án frekari réttarrannsóknar. Þjóðsögurnar af Margréti Þórðardóttur — Galdra-Möngu, lyga- sagan um líflát hennar undir Sólfossi í Innri-Skarðsá á Snæfjalla- strönd, sem síðan heitir „Möngufoss" og áin „Skarká", og haldast þau örnefni enn, er hundrað prósent lygar og tilbúningur ásamt öllum þeim grúa galdra-, kynja- og hindurvitnasagna, sem af henni og um hana eru sagðar og skráðar. Sannleikann um Margréti Þórðardóttur vita menn nú miklu betur en um flestar aðrar þjóðsagnahetjur íslands fyrr eða síðar. Margrét — Galdra-Manga — var dóttir Þórðar Guðbrandssonar ins fróða, bónda að Munaðamesi í Árneshreppi á Ströndum. Þórð- ur var mikill fræðimaður, skrifaði afbragðs rithönd og afritaði fom handrit og bækur; meðal bóka hans var Konungsskuggsjá, sem enn er til, merkt 243 e í Ámasafni. Er það bezta fornt handrit Konungsskuggsjár, sem til er, og benda líkur til, að það sé eigin- handarrit Þórðar. Margrét náði Konungsskuggsjá og fleiri hand- ritum föður síns og strauk með þau, en Þórður var brenndur lifandi á bálkesti í Trékyllisvík og með honum sambýlismaður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.