Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Qupperneq 79

Eimreiðin - 01.01.1954, Qupperneq 79
EIMREIÐIN UM FENGITÍMANN 59 eg mér eins og erkiklaufi, alltaf að koma upp um skilningsskort sjálfs min, tek í misgripum feimni fyrir kulda og hlýleik fyrir astabríma og finn, að allan tímann, sem við erum saman, er hún að hlæja að mér í laumi. Hláturinn skín úr skærum augum hennar, þegar hún heldur að ég veiti henni ekki eftirtekt. Ég þreif malpoka minn og varpaði um öxl mér, mundaði smalaprikið og opnaði réttardyrnar fyrir hjörðinni, sem ruddist Weð ofsalátum út. Árla um svala þokumorgna eru hjörðin og smalinn tengd bróðurböndum. Skyldleikinn milli þeirra er skýr og afmarkaður, til orðinn með langri samvinnu sauða og manna um óravegu sldanna: maðurinn er verndarinn og sauðirnir þjónar hans. 1 þessari afstöðu birtist fullkomið jafnræði, grundvallað á viður- kenndum yfirburðum mannsins yfir skynlausa skepnuna. Smal- mn gengur fáeinum skrefum á undan, sveiflar stafprikinu og kallar öðru hvoru lágri röddu: — irr-irr-irr-irrrrrrrrr, ekki of hátt, því að óþarfa köll og hróp bera þvi greinilega vitni, að sá, sem þeim beitir, sé óreyndur og lélegur sauðahirðir. Svo koma kindurnar labbandi á eftir þér, stundum þrjár til fjórar fremstar, hlið við hlið, stundum í löngum skipulegmn fylkingum, eins °g sveitir á hergöngu. Og lítirðu um öxl, mæta þér mörg hundruð starandi augu, á varðbergi um hverja þína hreyfingu. Traust hjarðarinnar á hirðinum er takmarkalaust. Telji hann ástæðu til að beina henni inn á nýja stigu, þá staðnæmist hún sem snöggvast, horfir spyrjandi á þig og leggur síðan hiklaust inn á þá braut, sem þú beinir henni, eins og hún vildi segja: Jæja, gott og vel, við gerum ráð iyrir, að þú vitir, hvað þú ert að gera! Gæzlan fór fram með sama hætti dag eftir dag og vikum saman. Fyrir dögun elti hjörðin mig um krákustígana niður í dalinn, nasandi og þefandi í morgundögginni. Svo hófst beitin, og hjörðin dreifði sér um hagana. Kjálkarnir gengu í sífellu, eftir næturföstuna langa. Svo þegar kindurnar höfðu hámað í sig um nokkurra klukkustunda skeið, breyttist matarhljóðið í hryðjandi jórtur, svo að brakaði í kornöxunum, undir tönnum skepnunnar, og small við eins og vélbyssuskothrið heyrðist úr fjarska. Þegar svo sólin var komin hátt á loft, runnu kindurnar saman i hópa, svo sem til verndar hver annarri, en þær, sem sólgnastar voru í ævintýri og sýndu eitthvert einkaframtak með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.