Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Side 82

Eimreiðin - 01.01.1954, Side 82
Máttur mannsandans eftir tlr. Alexander Cannon• XVIII. kafli. NiSurlagsorS. Þegar ég nú tek mér penna í hönd til þess að lúka þessari stuttlegu könnun á því, hvað hægt sé að gera til þess, að áreynslu þeirri og amstri, sem menningarlífi nútímans fylgir, létti, og endurvekja forn fræði í nýju ljósi, þá verður mér litið á vegg- almanakið, sem hangir yfir skrifborðinu mínu og sé, að tilvitn- unin fyrir daginn í dag er tekin úr sögunni „Martin Chuzzle- whit“ eftir Dickens. Tilvitnunin er svona: „Það er sama með hverjum hætti þú vinnur þér fyrir daglegu brauði, þú verður undir öllum kringumstæðum að setja þér þínar eigin reglur og fyrirmæli, sem aldrei má frá víkja.“ Ég vil bæta því við, að með því að skoða eigin hug ofan í kjölinn, getum við sett sjálf- um okkur þær einar reglur og fyrirmæli, sem sifellt auka á ham- ingju okkar, hreysti og farsæld, í vaxandi mæli með hverjum nýjum degi ævinnar. Það sem skiptir öllu máli er að öðlast hrausta sál í hraustum líkama, en þetta öðlumst við með því að læra að þekkja okkur sjálf. Boðorðið: „Þekktu sjálfan þig!“ verður því aðeins fram- kvæmt, að við þekkjum þau lífeðlisfræðileg fyrirbrigði, sem ráða störfum líkamans, svo sem öndunina, blóðrásina o. s. frv. Ef við þekkjum þessi fyrirbrigði út í æsar, þá lærist okkur einnig að skilja, hvernig andleg líðan okkar grundvallast beinlínis á valdi því, sem við höfum náð yfir líkamanum og ásigkomulagi hans. En með þessu er þó engan veginn allt fengið. Því að hægt er að þroska hina æðri hugarstarfsemi, svo sem minni, ályktunar- hæfileika, dómgreind og skilning, óháð líkamsstarfseminni og með því að opna hugann fyrir andlegum áhrifum. Áður er búið að sýna fram á, að hugur manns getur undir vissum kring- umstæðum starfað utan líkamans og óháð honum. Við vitum, að menn verða stundum fyrir innblæstri frá æðri uppsprettu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.