Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1954, Page 86

Eimreiðin - 01.01.1954, Page 86
66 MÁTTUR MANNSANDANS EIMREIÐIN ég hef verið að skýra þér frá. Þá verður líf þitt farsælt, fullt hreysti og fagnaðar. Þá muntu flytja öðrum hamingju, því að þú verður að láta þér skiljast, að það, sem þú óskar öðrum, verður jafnframt sjálfs þín hlutskipti. Láttu þig því aldrei henda þá óhæfu, að hugsa öðrum til tjóns, því að slíkt færðu borgað aftur fyrr eða síðar með vöxtum og vaxtavöxtum. Hafðu sterkan vörð við Öll hlið hugar þíns og gæt þess að hlaða ramhyggilega upp í hlið haturshugsana og — kvala, ótta, afbrýði og lastmælgi og læs þeim vandlega. Hugsaðu gott til allra, því að eins og þú hugsar og talar um aðra, munu aðrir hugsa og tala um þig- Gefðu gaum að heimum hugans og hafðu vit á að greina rétt frá röngu, og halt því, sem rétt er. Vertu máttugur í andanum og varastu eigingirnina. Beittu viti þinu til varanlegra verka. Einbeittu huganum að því að vekja upp það, sem þú vilt skapa, með því að gera af því skýra mynd í huganum. Sendu þessa hug-mynd á réttan hátt og beinskeytt að markinu. Sé henni rétt stefnt, mun hún ná því og fullkomna verk það, sem henni var ætlað. Með þessu lærist þér leyndardómur sannrar farsæld- ar: að gera aðra hamingjusama eins og sjálfan þig, bæði í þessu lífi og um alla eilífð. Ég legg enn að nýju áherzlu á þann óhrekjandi sannleika, að maðurinn er háður því umhverfi, sem hann skapar og bund- inn þeim takmörkunum, sem hann sjálfur setur sér. Hann lifir í sínum eigin hugarheimi, og það er undir honum sjálfum komið, hvort sá heimur er veröld sælu eða vítiskvöl. Því að það stendur óhaggað, sem Heilög ritning boðar, að guðsríki er hið innra með þeim, sem þekkja hina konunglegu íþrótt og kunna að beita henni. — Endir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.